„Okkur langaði báða að komast á húsnæðismarkaðinn og gátum hvorugir gert það einir,“ segir Hannes Árni Hannesson. Hann keypti sína fyrstu íbúð við Sæviðarsund árið 2021 með vini sínum. „Til þess að geta farið saman í gegnum greiðslumatið þurftum við að skrá okkur í sambúð sem fólki fannst svolítið fyndið þegar það heyrði það fyrst,“ segir hann léttur í bragði og bætir við: „Annars hefði annar hvor okkar þurft að geta staðið undir láninu sér – sem hefði aldrei getað gengið.“
Þegar vinirnir keyptu íbúðina var Hannes í háskóla en hann tók þar eina önn í hátækniverkfræði. Hann hafði áður unnið við forritun sem hann starfar einnig við í dag en vinur hans er rekstrarstjóri. „Ég var með uppsafnaðar tekjur og var í skóla og hann var í góðri vinnu en ekki með neitt mikið uppsafnað. Þannig það virkaði svolítið vel saman að við gætum skipt ábyrgðinni,“ útskýrir Hannes.
Hannes …
Athugasemdir