Hildur Iðunn Sverrisdóttir er 27 ára og nýútskrifaður myndlistarmaður frá Listaháskóla Íslands. Síðustu mánuðina hefur hún starfað á leikskóla og búið í bílskúrsíbúð hjá foreldrum sínum í Hlíðunum. Hún vonast til að komast í eigiðhhúsnæði þótt hún viti ekki hvenær það gerist.
„Ég þarf að sjá hversu miklu ég næ að safna,“ segir Hildur, en hana langar að fara í listkennaranám á meistarastigi eftir eitt ár. „Mig langar að fara í master eftir ár og taka hann þá á tveimur árum og svo myndi ég fara að safna almennilega. En mig langar samt líka að vinna með masternum sem ég get örugglega gert,“ útskýrir hún.
Áður var Hildur með herbergi í kjallaranum hjá foreldrum sínum en hún skipti við eldri systur sína sem er líka að safna sér fyrir íbúð og stefnir á að vera komin í eigið húsnæði eftir ár.
„Það vantaði hurð inn í vaskahúsið þannig ég fékk …
Athugasemdir