Hátekjulisti Heimildarinnar sýnir tekjuhæsta 1% skattgreiðenda á Íslandi.

Hins vegar komust 3,18% Seltirninga á listann. Þannig eru íbúar á Seltjarnarnesi hlutfallslega líklegastir landsmanna til að tilheyra tekjuhæsta prósentinu.
Garðbæingar voru líka líklegir til að komast á listann. 2,45% þeirra teljast á meðal 3.542 tekjuhæstu Íslendinganna.
Í Kjósarhreppi býr aðeins 301 manneskja en 8 skattgreiðendur í sveitarfélaginu komust á Hátekjulistann, eða 2,66 prósent.
Fyrir utan höfuðborgarsvæðið vekur athygli að 42 af 1.669 íbúum Snæfellsbæjar náðu á listann, eða 2,52% íbúa sveitarfélagsins. Átta af 389 íbúum Grýtubakkahrepps, eða 2,06%, komust á listann.
Enginn í Bláskógabyggð
Af sveitarfélögum landsins með yfir 10.000 íbúa var Reykjanesbær með fæsta á listanum hlutfallslega. 0,32% íbúa bæjarins komust á listann, eða 71 af 22.499 íbúum. Íbúar Reykjavíkurborgar (0,86%), Hafnarfjarðar (0,77%) og Árborgar (0,47%) voru einnig ólíklegri til að komast á listann en íbúar í hinum af fjölmennari sveitarfélögunum.
Í sumum …
Athugasemdir