Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Út­gerð­ar­stjóri Sam­herja og við­skipta­fé­lagi hans kaupa upp rík­is­eign­ir á fast­eigna­mark­aði.

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar
Kristján Vilhelmsson Hefur keypt upp fasteignir og byggt upp nýjan miðbæ á Selfossi síðustu ár. Mynd: Auðunn Níelsson

Fasteignafélag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs og eins af stofnendum Samherja, hefur keypt höfuðstöðvar ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík, mánuði eftir að hafa keypt höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Landsvirkjun seldi húsið á 1,2 milljarða króna, en flatarmál þess er 4.555 fermetrar. Landsvirkjun hefur komið sér fyrir í tímabundnu húsnæði við Katrínartún, þar til áformaðar höfuðstöðvar rísa við Bústaðarveg á lóðum sem Landsvirkjun keypti í febrúar fyrir 1,3 milljarða króna.

Mygla fannst í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut fyrir tveimur árum og voru starfsmenn þá fluttir í annað húsnæði.

Háaleitisbraut 68Úr turni Landsvirkjunar er útsýni til allra átta. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún.

Félagið sem kaupir heitir Landsbyggð ehf. Það er að helmingi í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og öðrum helmingi Leós Árnasonar. Þeir eiga sömuleiðis félagið Sigtún sem byggir upp nýjan miðbæ á Selfossi og keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020 á 350 milljónir króna. Kaupin voru nokkuð umdeild. Eins og fjallað var um í Heimildinni í september 2023 greindi bæjarfulltrúi í Árborg frá því að hann hefði fengið tilboð um fjárhagslegan stuðning í kosningabaráttu gegn því að koma í veg fyrir að sama hús yrði keypt af sveitarfélaginu.

Landsbyggð hagnaðist um 439 milljónir króna á síðasta birta uppgjörsári, 2023. Þá skuldaði félagið Kristjáni 2,5 milljarða króna. Var boðað að hlutafé yrði aukið um tvo milljarða króna. Félagið hét Austurbær - Fasteignafélag þar til í maí að nafni þess var breytt.

Húsið að Háaleitisbraut 68 var auglýst til sölu í apríl sl. og bárust sex tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar ehf, að húsið geti áfram verið atvinnuhúsnæði. „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými.“

Þá segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, að unnið sé að þróun nýrra höfuðstöðva. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað fá sjávarbyggðirnar arðinn af sjávarauðlindinni hjá Samherja eigendum ? Var það ekki það sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í umræðunum um veiðigjöldin ?
    8
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Alltaf nógir aurar hjá Samherjamönnum, þó þeir barmi sér í útgerðinni
    eins og fleiri þeirra líkar.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár