Kjarnorkuógnin: Hve margar eru sprengjurnar?

Níu lönd eiga kjarn­orku­sprengj­ur en fjöldi þeirra er vel geymt leynd­ar­mál. Sér­fræð­ing­ar hafa þó leyft sér að giska

Kjarnorkuógnin: Hve margar eru sprengjurnar?

Kjarnorkuvopn eru meira í sviðsljósinu en verið hefur. Það er bæði vegna minningarathafna vegna þess að 80 ár eru frá kjarnorkuárásum Bandaríkjanna á Hírósjíma og Nagasakí en líka vegna heldur gáleysislegra hótana sumra rússneskra ráðamanna um að beita kjarnorkuvopnum ef að þeim yrði þrengt.

En hve mörg kjarnorkuvopn eru nú til í veröldinni?

Það er auðvitað ekki vitað með vissu. Öll ríki sem eiga kjarnorkuvopn halda því býsna vandlega leyndu nákvæmlega hve margar sprengjurnar eru, hvar þær eru niðurkomnar og hve ölfugar þær eru.

En þó telja stofnanir sem fylgjast með þessum málum eftirfarandi tölur nærri lagi.

Heildarfjöldi kjarnorkuvopna nú: 9.500.

Þar af eru rétt tæplega 4.000 til reiðu hvenær sem er eða með mjög skömmum fyrirvara.

Um 5.600 sprengjur eru í „geymslu“ sem kallað er en gera má þær virkar með nokkurra daga eða í mesta lagi vikna fyrirvara.

Rússar eiga flestar sprengjur eða um 4.300.

Af þeim eru 1.700 tilbúnar til notkunar en um 2.600 eru í geymslu.

Bandaríkjamenn hafa um það bil jafn margar sprengjur tilbúnar, eða um 1.700 en um 1.900 eru í geymslu.

Alls eru bandarísku sprengjurnar um 3.700.

Kínverjar eru taldir hafa 50 sprengjur til reiðu en um 450 í geymslu.

Alls eru því um 500 sprengjur í kínverskum vopnabúrum.

Þá er talið að Kínverjar hafi nýlega sett mikinn kraft í framleiðslu á sprengjum og þeir muni verða komnir með um 1.000 sprengjur innan örfárra ára.

Frakkar eiga um 290 sprengjur, nær allar tilbúnar til notkunar.

Bretar eiga öllu færri sprengjur, eða um 225 og þar af eru um 120 til reiðu hvenær sem er.

Flestar sprengjur Frakka og Breta eru heldur lítil vopn miðað við stærstu sprengjur Rússa, Bandaríkjanna og nú síðast Kínverja – þótt vitaskuld sé heldur afstætt að tala um „litlar kjarnorkusprengjur“.

Jafnvel „litlu“ sprengjurnar nú til dags eru mun öflugri vopn en sprengjurnar sem sprengdar voru yfir Hírósíma og Nagasakí fyrir 80 árum.

Fjögur ríki til viðbótar eiga kjarnorkuvopn.

Pakistanar eru taldir eiga um 180 sprengjur og Indverjar um 160. Hvorug þjóðin er þó talin eiga virkar sprengjur í vopnabúrum sínum heldur séu þær allar eða flestallar í geymslu.

Kjarnorkuvopnaeign Ísraela er mjög vel varðveitt leyndarmál en talið er nokkuð víst að þeir eigi um 80-90 sprengjur. Sumir telja þó að þær séu meira en helmingi fleiri eða um 200. Þær teljast vera í geymslu.

Svo eiga Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengjur en lítið er vitað um hve margar þær eru eða hve nothæfar. Sumir sérfræðingar hafa giskað á að sprengjur Kim-ættarinnar kunni að vera 30-40 en óvíst hvernig og hvort er hægt að beita þeim.

Þótt þær 9.500 kjarnorkusprengjur sem nú eru til hljómi vitaskuld skelfilega, þá má þó hugga sig við að árið 1986 – þegar Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov komu til Reykjavíkur að reyna að komast að samkomulagi um fækkun þessara heljarvopna, þá voru þær heldur fleiri en nú.

Þá er talið að fjöldinn hafi verið 64.000 sprengjur!

Þar af áttu Sovétríkin 40.000 sprengjur en Bandaríkin 23.000.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár