Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein á Íslandi en hún hefur vaxið gríðarlega á síðustu 15 árum samhliða mikilli fjölgun ferðamanna. Heildarfjöldi erlendra farþega til landsins voru tæpar 2,3 milljónir í fyrra og var það annað fjölmennasta árið frá upphafi. Vinsældir Íslands sem áfangastaðar hafa haft gríðarlegan uppgang í för með sér á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Svo mikinn að sumir hafa líkt ástandinu við gullæði.
Ferðaþjónustan skilar gríðarlegum gjaldeyristekjum og mörg þúsund manns starfa í tengslum við iðnaðinn á Íslandi. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar fyrr á þessu ári voru þröng skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar 106,5 milljarðar árið 2023. Sé litið til víðtækari áhrifa er skattsporið talið vera um 180 milljarðar.
Eins og gengur og gerist hefur sumum fyrirtækjum tekist betur en öðrum að hasla sér völl á sviði ferðaþjónustunnar. En hver eru stærstu fyrirtækin í íslenskri ferðaþjónustu og hverjir eiga þau?

Athugasemdir (1)