Fólkið sem græðir á ferðaþjónustunni

Ákveðn­ir hóp­ar ein­stak­linga hafa hagn­ast gríð­ar­lega á vexti ferða­þjón­ust­unn­ar und­an­far­in ár. Stærstu fimmtán fyr­ir­tæk­in í grein­inni veltu 373 millj­örð­um króna ár­ið 2023.

Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein á Íslandi en hún hefur vaxið gríðarlega á síðustu 15 árum samhliða mikilli fjölgun ferðamanna. Heildarfjöldi erlendra farþega til landsins voru tæpar 2,3 milljónir í fyrra og var það annað fjölmennasta árið frá upphafi. Vinsældir Íslands sem áfangastaðar hafa haft gríðarlegan uppgang í för með sér á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Svo mikinn að sumir hafa líkt ástandinu við gullæði.

Ferðaþjónustan skilar gríðarlegum gjaldeyristekjum og mörg þúsund manns starfa í tengslum við iðnaðinn á Íslandi. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar fyrr á þessu ári voru þröng skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar 106,5 milljarðar árið 2023. Sé litið til víðtækari áhrifa er skattsporið talið vera um 180 milljarðar. 

Eins og gengur og gerist hefur sumum fyrirtækjum tekist betur en öðrum að hasla sér völl á sviði ferðaþjónustunnar. En hver eru stærstu fyrirtækin í íslenskri ferðaþjónustu og hverjir eiga þau?

Helmingi fleiri starfa hjá stórum fyrirtækjum …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $370.000 í tekjum.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Vegir sem valda banaslysum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Hall­dórs­son í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu