Mennirnir sem stýrðu FL Group fyrir hrun eru nú umsvifamiklir í ferðaþjónustunni á Íslandi sem blómstrar sem aldrei fyrr. Lárus Welding, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Jón Sigurðsson hafa fjárfest í ferðaþjónustu undanfarin ár en tengdust alræmdum málum fyrir og eftir hrun íslensku bankanna haustið 2008.
Lárus, sem var bankastjóri Glitnis fram að bankahruninu 2008, er nú rekstrarstjóri fjárfestingafyrirtækisins Stoða. Stoðir er einn stærsti fjárfestir í ferðaþjónustu á Íslandi. Félagið á 7 prósent hlut í Bláa lóninu sem rekur baðstaði og hótel og 39 prósenta hlut í Arctic Adventures sem skipuleggur hópferðir á Íslandi fyrir ferðamenn.
Lárus varð þjóðþekktur árið 2007 þegar hann var ráðinn til Glitnis eftir yfirtöku FL Group á bankanum. FL Group breytti um nafn árið 2008 og varð að Stoðum en þá var Jón Ásgeir Jóhannesson stærsti hluthafi og stjórnarformaður félagsins. Fyrir utan hann og nokkra …
Athugasemdir