Dæmi eru um fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sem starfa án allra leyfa, virða ekki kjarasamninga og reyna að komast undan eftirliti með krókaleiðum. Sú staðreynd að flest starfsfólk í geiranum er af erlendu bergi brotið og margt þeirra tímabundið á landinu gerir stjórnendum sumra fyrirtækja kleift að brjóta á þeim án þess að eiga á hættu að þeir kvarti. Þá er til dæmi um fyrirtæki sem hefur stofnað sína eigin starfsmannaleigu erlendis til að geta ráðið inn fólk án milligöngu.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar eru til fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu sem hýsa starfsfólk sem flutt er inn erlendis frá í þröngum híbýlum og borga þeim undir töxtum. Sum fyrirtæki, jafnvel einhver sem teljast til stærri aðila í geiranum, hafa ýtt starfsfólki út í svokallaða „gerviverktöku“. Þar kemur fyrir að starfsfólkið er skráð á 0 prósent vinnuhlutfall og fær einungis borgað fyrir þau verkefni sem …
Athugasemdir