Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir sem var með­al ræðu­manna á fund­um Ís­lands þvert á flokka gegn hæl­is­leit­end­um legg­ur til að næsti úti­fund­ur hóps­ins snúi að því að rík­is­stjórn­in víki, enda hafi kom­ið for­dæmi í Búsáhalda­bylt­ing­unni 2009.

Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli
Margrét Friðriksdóttir Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill að hópurinn beiti sér gegn setu ríkisstjórnarinnar.

Ísland þvert á flokka, hópur sem hefur haldið tvo mótmælafundi á Austurvelli gegn hælisleitendum, ætti að beita sér fyrir að steypa ríkisstjórninni af stóli.

Þetta er mat Margrétar Friðriksdóttur, sem kom fram fyrir hönd hópsins á fyrsta fundi hans 31. maí. Hópurinn hélt annan fund 14. júní en þeim næsta var aflýst vegna sumarleyfa. Kröfur hópsins eru að stöðva komu hælisleitenda, loka landamærunum og binda enda á fjölskyldusameiningar.

Hópurinn lýsir sér sem samansafni fólks þvert á flokka en eins og Heimildin hefur fjallað um hafa flestir ræðumanna á fundum hópsins reynt að finna hugmyndum sínum farveg í flokkum á hægri væng stjórnmálanna.

„Hver verður næsta áhersla fundarins, að ríkisstjórnin víki, því hún hefur sýnt og sannað að hún ætlar ekki að gera neitt til að lagfæra hrun okkar kerfa, öllu heldur bæta í ófögnuðinn?“ spyr Margrét meðlimi Facebook-hóps Íslands þvert á flokka.

„Við höfum einu sinni áður sem ég man eftir steypt ríkisstjórn af stóli“

„Við höfum einu sinni áður sem ég man eftir steypt ríkisstjórn af stóli fyrir að standa sig ekki, og vegna þess er komið fordæmi og vel framkvæmanlegt ef viljinn en fyrir hendi,“ skrifar hún. „Krafan yrði: Farið að vinna fyrir þjóðina, fyrst og fremst, við eigum ekki að sæta afgangi í eigin landi. Ef þið eruð ekki fær um það, segið af ykkur, eða við rekum ykkur! Hvað finnst ykkur um þetta?“

Færsla Margrétar hefur fengið yfir hundrað „like“ og enginn sett sig á móti hugmyndinni um að ríkisstjórnin víki.

„Við rákum hana árið 2009 með hörðum mótmælum, af hverju ættum við ekki að geta það aftur?“ bætir Margrét við í athugasemd við færslu sína og vísar þar í Búsáhaldabyltinguna 2009 þegar mótmælendur börðu í potta til að mótmæla setu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í kjölfar bankahruns. Þá hafði krónan hrunið, neyðarlög verið sett og ríkisstjórnin leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánveitingar.

„Það er svik við þjóðina að vinna gegn vilja hennar,“ skrifar Margrét að lokum.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins nýtur nú 62,6% stuðnings samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í júní.

Kjósa
-20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það er býsna bratt að jafna búsáhaldabyltingunni við þá tilraun uppivöðslusamra fulltrúa Miðflokks og Sjálfstæðisflokks að reyna að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Ríkisstjórnin sem nú situr er með allt önnur markmið en sú ríkisstjórn sem var við völd þegar bankahrunið verður. Núverandi ríkisstjórn r að kappkosta að koma á auknu jafnræði en ekki hygla þeim em betur mega sín.
    Þetta er því eins og hvert annað rugl og skýrt dæmi um hve málssvarar Miðflokksins reyna að afvegaleiða alla umræðu. Þeir eru fullir af fordómum og kunna sér ekkert hóf.
    Þessi unga kona á ótalmargt ólært og ætti fremur að sitja á strák sínum og kynna sér betur málefnin en ekki láta öfgar stjórna sínum gjörðum.
    3
  • Ólafur Eyjólfsson skrifaði
    Marjorie Taylor Green . is
    0
  • HÞÖH
    Hreiðar Þór Örsted Hreiðarsson skrifaði
    Hún segir: „Það er svik við þjóðina að vinna gegn vilja hennar.“ Hún virðist vera í þeirri blekkingu að hún sé þjóðin. Það er vel þekkt að verulegur meirihluti þjóðarinnar deilir ekki framtíðarsýn hennar og hugsjónum, sem hún er hér til að berjast gegn. Með eigin orðum flokkar hún sig þá sem svikara við þjóðina. Hún, og væntanlega félagar hennar virðast þjást af þversagnar og rökleysublindu. Hennar [haturs] orðræða er ekki nýlunda og er vel þekkt frá þriðja og fjórða áratugnum. Þegar þjóðernishyggjuorðræða þess tíma er endurvakin, þá er eðlilegt að setja það í þann flokk og viðeigandi réttnefni í umfjöllun og fréttaflutningi. Ekki satt?
    22
  • GE
    Guðmundur Einarsson skrifaði
    Flytja hana og hennar lið til Gaza.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár