Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir enga vinnu farna af stað innan ráðuneytisins við að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 11 prósent í 24 prósent, eins og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælir með í nýrri skýrslu um Ísland.
„Ef það ætti að ráðast í slíka breytingu þyrfti það töluverðan aðdraganda,“ segir Daði Már í viðtali við Heimildina. „Virðisaukaskattskerfinu hefur venjulega verið breytt með góðum fyrirvara. Almenn rök OECD standast alveg en þetta yrði mikil breyting á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og þyrfti að vinna mjög vandlega. Engin slík vinna er farin af stað.“
Aðspurður segist Daði ekki geta sagt af eða á með hvort slík vinna fari af stað á kjörtímabilinu. „Þegar kemur að því að segja „af“ um pólitískar ákvarðanir held ég að maður eigi að fara varlega. En það er allavega örugglega ekki þannig að þetta sé „á“. Það eru engin slík plön í gangi.“
„Almenn rök OECD standast …
Athugasemdir