Mamma er fimleikaþjálfari og ég fór alltaf með henni í salinn og svo er ég bara enn þá í þessu í dag. Ég er búin að æfa í tuttugu ár sirka. Mér finnst þetta allt bara venjulegt því þetta er það sem ég geri alltaf. En við æfum tuttugu tíma á viku. Ég er núna að æfa í Stjörnunni, búin að vera þar í eitt ár. Mér finnst þetta alveg rosalega gaman – en getur alveg verið krefjandi inn á milli.
Íþróttirnar koma frá foreldrunum. Þau fóru bæði í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þannig maður er svolítið í íþróttum út af þeim. Pabbi reyndi að koma mér í fótbolta en það gekk ekki alveg hjá honum.
Ég var að þjálfa fimleika í níu ár en er í smápásu núna því að æfingarnar eru það miklar að ég hef ekki tíma í það. Markmiðið í dag er að vera í landsliðinu og …
Athugasemdir