Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Mínus 50 gráður á veturna ef hafstraumar brotna niður

Ný rann­sókn á lang­tíma­áhrif­um nið­ur­brots haf­strauma í Atlants­hafi sýn­ir öfga­full­ar breyt­ing­ar á hita­stigi Norð­ur-Evr­ópu. Tvö hundruð ár­um eft­ir nið­ur­brot gæti svæð­ið kóln­að langt um­fram þau áhrif sem hlýn­un jarð­ar hef­ur til mót­væg­is. Hita­stig í Ósló yrði und­ir frost­marki nær sex mán­uði árs­ins.

Mínus 50 gráður á veturna ef hafstraumar brotna niður
Kuldaköst Borgir Norður-Evrópu þurfa að þola öfgafull kuldaköst að vetri til ef verstu sviðsmyndir um þróun hafstrauma rætast. Mynd: Davíð Þór

Fari svo að kerfi hafstrauma í Atlantshafi brotni niður vegna gróðurhúsaáhrifa getur loftslag Norður-Evrópu kólnað til muna. Ný rannsókn sýnir að um 200 árum eftir niðurbrot gæti hitastig á veturna farið allt að 50 gráðum undir frostmark í norrænum borgum eins og Ósló.

Rannsóknin, sem birt var í fræðiritinu Geophysical Research Letters á miðvikudag og vefsíðan Carbon Brief fjallar um, sýnir að þrátt fyrir tveggja gráðu hlýnun á heimsvísu mundi meðalhitastig Norður-Evrópu hrynja um tugi gráða.

Heimildin hefur áður fjallað um hættuna á því að AMOC-hafstraumurinn svokallaði, veltihringrás sjávar í Atlantshafi, brotni niður. Í gegnum aldirnar hefur AMOC reglulega riðlast og rannsóknir sýna að hann hefur veikst undanfarna öld. „Blái bletturinn“ svokallaði virðist vera til marks um það, hafsvæði suður af Íslandi og Grænlandi, sem hefur kólnað síðan á 19. öld, ólíkt restinni af heiminum.

Stefan Rahmstorf, …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Í Áliti Loftslagsráðs 12. júní 2025, "Tímamót í loftslagsaðgerðum" er m.a. ábending um brýna þörf á endurskoðun Byggingarreglugerða vegna afleiðinga loftslagsvár: "..Brýnt er að byggingarreglugerðir verði endurskoðaðar í ljósi fyrirsjáanlegrar áhættu..". Þetta má segja að sé á sömu nótum og athugasemd mín hér 16. júní:.- "ERUM VIÐ AÐ BYGGJA VOND HÍBÝLI...."
    0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    ERUM VIÐ AÐ BYGGJA VOND HÍBÝLI Í LJÓSI ÓVISSU MEÐ VEÐURFAR OG SJÁLFBÆRNI HITAVEITNA?
    ORKUSKORTUR HITAVEITNA OG HÆKKANDI VERÐ. Orkunotkun nýrra húsa á Íslandi er um tvöföld miðað við sambærileg ný hús í Skandinavíu. Mikilvægt er líka að hafa í huga að heitvatns notkun hefur tvöfaldast á um 40 ára fresti og engin lát eru þar á. Því þarf að sækja heita vatnið sífellt lengra og dýpra og verðið á heita vatninu mun því óhjákvæmilegar fara hækkandi. Og undanfarin ár hefur stundum borið á orkuskorti í hitaveitum hér vegna þessa.
    SJÁLFBÆRNI HITAVEITNA. Á endanum verður óvissa með sjálfbærni jarðhita auðlindarinnar eftir nokkra áratugi vegna sífellt aukinnar heitavatns notkunar og dýrari vatnsöflunar.
    ÁFALLAÞOL. Ef margra daga bilun verður í hitaveitu í köldu veðri þá er áfallaþol vel einangraðra húsa miklu meira en núverandi húsa. Fljótlega þyrfti að rýma núverandi hús líkt og við kynntumst nýverið á Reykjanesinu í tengslum við eldsumbrotin þar. Í höfuðborginni gæti í versta falli þurft að rýma tugi þúsunda íbúða (ólíklegt). Mikilvægt er einnig að hafa í huga vaxandi sveiflur og óvissu í veðurfari samanber greinina í Heimildinni um hugsanleg áhrif niðurbrots hafstrauma í Atlantshafi. Ef hús væru svipuð og í Skandinavíu væri orkuþörf til upphitunar miklu minni og auðveldlega væri hægt að halda hita á húsum með færanlegum rafmagnsofnum og þannig komast hjá rýmingu.
    ORKUSÓUN VEGNA UNDANÞÁGA FRÁ ESB REGLUGERÐUM. Í dag er Ísland með undanþágu frá Evróputilskipun um orkunýtingu bygginga (ESB 2010/31 19 maí.). Rökin voru þau að upphitunar kostnaður væri lágur á Íslandi sökum jarðhitans.
    ILLA ÍGRUNDUÐ UNDANÞÁGA FRÁ ORKUSPARNAÐAR REGLUGERÐUM? Ég velti fyrir mér hvort undanþágan hafi ekki verið mikil skammsýni? Við ákvörðun um undanþágu var ekkert horft til óhjákvæmilegrar framtíðar þróunar hitaveitna í ljósi hratt vaxandi notkunar, hækkandi verðs á heitu vatni, sjálfbærni hitaveitna til langs tíma eða áfallaþols hitaveitna við náttúruhamfarir, auknar sveiflur í veðurfari eða alvarlegar bilanir í búnaði.
    BETRI OG HEILSUSAMLEGRI BYGGINGAR. Lítið meir kostar að byggja vönduð hús sem eyða helmingi minni orku og slík hús eru á margan hátt mun betri híbýli; betri loftgæði, betri hljóðvist og margt fleira. Í alla staði heilsusamlegri hús. Mikilvægt er að horfa til þessara þátta þegar orkunýtni og önnur gæði bygginga eru ákveðin í byggingareglugerð.
    FALLANDI FASTEIGNAVERÐ LÉLEGRA HÍBÝLA. Þegar allt ofangreint er skoðað er líklegt að til lengri framtíðar þá muni húsin sem nú er verið að byggja falla í verði í samanburði við betur byggð hús sem fylgja nýjum Evrópureglugerðum.
    NIÐURSTAÐA: Skoða þarf vandlega hvort við séum á óheillabraut með íslenska byggingareglugerð og orkusóun og almenn gæði húsa og hitaveitna?
    7
    • PB
      Peik Bjarnason skrifaði
      Athyglisvert að heitavatnsnotkunin hafi tvöfaldast á um 40 árum. Það er nefnilega sami árafjöldi og mannfjöldinn hefur tvöfaldast á!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár