Mínus 50 gráður á veturna ef hafstraumar brotna niður

Ný rann­sókn á lang­tíma­áhrif­um nið­ur­brots haf­strauma í Atlants­hafi sýn­ir öfga­full­ar breyt­ing­ar á hita­stigi Norð­ur-Evr­ópu. Tvö hundruð ár­um eft­ir nið­ur­brot gæti svæð­ið kóln­að langt um­fram þau áhrif sem hlýn­un jarð­ar hef­ur til mót­væg­is. Hita­stig í Ósló yrði und­ir frost­marki nær sex mán­uði árs­ins.

Mínus 50 gráður á veturna ef hafstraumar brotna niður
Kuldaköst Borgir Norður-Evrópu þurfa að þola öfgafull kuldaköst að vetri til ef verstu sviðsmyndir um þróun hafstrauma rætast. Mynd: Davíð Þór

Fari svo að kerfi hafstrauma í Atlantshafi brotni niður vegna gróðurhúsaáhrifa getur loftslag Norður-Evrópu kólnað til muna. Ný rannsókn sýnir að um 200 árum eftir niðurbrot gæti hitastig á veturna farið allt að 50 gráðum undir frostmark í norrænum borgum eins og Ósló.

Rannsóknin, sem birt var í fræðiritinu Geophysical Research Letters á miðvikudag og vefsíðan Carbon Brief fjallar um, sýnir að þrátt fyrir tveggja gráðu hlýnun á heimsvísu mundi meðalhitastig Norður-Evrópu hrynja um tugi gráða.

Heimildin hefur áður fjallað um hættuna á því að AMOC-hafstraumurinn svokallaði, veltihringrás sjávar í Atlantshafi, brotni niður. Í gegnum aldirnar hefur AMOC reglulega riðlast og rannsóknir sýna að hann hefur veikst undanfarna öld. „Blái bletturinn“ svokallaði virðist vera til marks um það, hafsvæði suður af Íslandi og Grænlandi, sem hefur kólnað síðan á 19. öld, ólíkt restinni af heiminum.

Stefan Rahmstorf, …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Í Áliti Loftslagsráðs 12. júní 2025, "Tímamót í loftslagsaðgerðum" er m.a. ábending um brýna þörf á endurskoðun Byggingarreglugerða vegna afleiðinga loftslagsvár: "..Brýnt er að byggingarreglugerðir verði endurskoðaðar í ljósi fyrirsjáanlegrar áhættu..". Þetta má segja að sé á sömu nótum og athugasemd mín hér 16. júní:.- "ERUM VIÐ AÐ BYGGJA VOND HÍBÝLI...."
    0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    ERUM VIÐ AÐ BYGGJA VOND HÍBÝLI Í LJÓSI ÓVISSU MEÐ VEÐURFAR OG SJÁLFBÆRNI HITAVEITNA?
    ORKUSKORTUR HITAVEITNA OG HÆKKANDI VERÐ. Orkunotkun nýrra húsa á Íslandi er um tvöföld miðað við sambærileg ný hús í Skandinavíu. Mikilvægt er líka að hafa í huga að heitvatns notkun hefur tvöfaldast á um 40 ára fresti og engin lát eru þar á. Því þarf að sækja heita vatnið sífellt lengra og dýpra og verðið á heita vatninu mun því óhjákvæmilegar fara hækkandi. Og undanfarin ár hefur stundum borið á orkuskorti í hitaveitum hér vegna þessa.
    SJÁLFBÆRNI HITAVEITNA. Á endanum verður óvissa með sjálfbærni jarðhita auðlindarinnar eftir nokkra áratugi vegna sífellt aukinnar heitavatns notkunar og dýrari vatnsöflunar.
    ÁFALLAÞOL. Ef margra daga bilun verður í hitaveitu í köldu veðri þá er áfallaþol vel einangraðra húsa miklu meira en núverandi húsa. Fljótlega þyrfti að rýma núverandi hús líkt og við kynntumst nýverið á Reykjanesinu í tengslum við eldsumbrotin þar. Í höfuðborginni gæti í versta falli þurft að rýma tugi þúsunda íbúða (ólíklegt). Mikilvægt er einnig að hafa í huga vaxandi sveiflur og óvissu í veðurfari samanber greinina í Heimildinni um hugsanleg áhrif niðurbrots hafstrauma í Atlantshafi. Ef hús væru svipuð og í Skandinavíu væri orkuþörf til upphitunar miklu minni og auðveldlega væri hægt að halda hita á húsum með færanlegum rafmagnsofnum og þannig komast hjá rýmingu.
    ORKUSÓUN VEGNA UNDANÞÁGA FRÁ ESB REGLUGERÐUM. Í dag er Ísland með undanþágu frá Evróputilskipun um orkunýtingu bygginga (ESB 2010/31 19 maí.). Rökin voru þau að upphitunar kostnaður væri lágur á Íslandi sökum jarðhitans.
    ILLA ÍGRUNDUÐ UNDANÞÁGA FRÁ ORKUSPARNAÐAR REGLUGERÐUM? Ég velti fyrir mér hvort undanþágan hafi ekki verið mikil skammsýni? Við ákvörðun um undanþágu var ekkert horft til óhjákvæmilegrar framtíðar þróunar hitaveitna í ljósi hratt vaxandi notkunar, hækkandi verðs á heitu vatni, sjálfbærni hitaveitna til langs tíma eða áfallaþols hitaveitna við náttúruhamfarir, auknar sveiflur í veðurfari eða alvarlegar bilanir í búnaði.
    BETRI OG HEILSUSAMLEGRI BYGGINGAR. Lítið meir kostar að byggja vönduð hús sem eyða helmingi minni orku og slík hús eru á margan hátt mun betri híbýli; betri loftgæði, betri hljóðvist og margt fleira. Í alla staði heilsusamlegri hús. Mikilvægt er að horfa til þessara þátta þegar orkunýtni og önnur gæði bygginga eru ákveðin í byggingareglugerð.
    FALLANDI FASTEIGNAVERÐ LÉLEGRA HÍBÝLA. Þegar allt ofangreint er skoðað er líklegt að til lengri framtíðar þá muni húsin sem nú er verið að byggja falla í verði í samanburði við betur byggð hús sem fylgja nýjum Evrópureglugerðum.
    NIÐURSTAÐA: Skoða þarf vandlega hvort við séum á óheillabraut með íslenska byggingareglugerð og orkusóun og almenn gæði húsa og hitaveitna?
    7
    • PB
      Peik Bjarnason skrifaði
      Athyglisvert að heitavatnsnotkunin hafi tvöfaldast á um 40 árum. Það er nefnilega sami árafjöldi og mannfjöldinn hefur tvöfaldast á!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár