Ættingjar mínir, vinkonur og vinir í Ungverjalandi, þar sem var hræðilega heitt í sumar, segjast öfunda mig af því að búa í svalanum á Íslandi. Ég segi þeim að hér stefni í langvarandi kuldatíð. Það sé ekki öfundsvert.
Ég hef búið á Íslandi í fimm ár og orðið vör við miklar breytingar á veðrinu hér. Íslendingar segja sumir að alltaf hafi verið sviptingasamt í veðri hér. Svona var þetta líka í gamla daga, segja sumir. En svo eru aðrir sem segja að öfgar í veðri séu meiri en áður og séu að færast í aukana. Ég hef áhyggjur af þessu og tel að hér verði erfitt að búa í framtíðinni vegna kulda. Ég er líka hrædd um að við séum orðin of sein til að laga ástandið, jöklar eru að bráðna og yfirborð sjávar að hækka.
Ég hef lengi haft áhyggjur af loftslagsvánni en aldrei eins og eftir að Abigail, dóttir mín, fæddist fyrir níu mánuðum. Hvernig verður heimur dóttur minnar? Ef ég verð heppin lifi ég í hálfa öld í viðbót en þetta snýst um veröld dóttur minnar sem mun væntanlega lifa lengur.
En svo renna upp dagar eins og þessi sem slá á ótta og lífið verður gott. Ég og Abigail vorum að koma af bókasafninu þar sem við lásum og skoðuðum barnabækur. Það er hugsað vel um börn í bókmenntaheiminum.
Athugasemdir