Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hvernig verður heimur dóttur minnar?

Dora Pacz seg­ir að áhyggj­ur henn­ar af hlýn­un jarð­ar hafi auk­ist mik­ið eft­ir að Abigail, dótt­ir henn­ar, kom í heim­inn fyr­ir níu mán­uð­um.

Hvernig verður heimur dóttur minnar?
Köld framtíð Dora Pacz telur að í framtíðinni geti orðið erfitt að búa á Íslandi vegna kulda. Mynd: Margrét Marteinsdóttir

Ættingjar mínir, vinkonur og vinir  í Ungverjalandi, þar sem var hræðilega heitt í sumar, segjast öfunda mig af því að búa í svalanum á Íslandi. Ég segi þeim að hér stefni í langvarandi kuldatíð. Það sé ekki öfundsvert.

Ég hef búið á Íslandi í fimm ár og orðið vör við miklar breytingar á veðrinu hér. Íslendingar segja sumir að alltaf hafi verið sviptingasamt í veðri hér. Svona var þetta líka í gamla daga, segja sumir. En svo eru aðrir sem segja að öfgar í veðri séu meiri en áður og séu að færast í aukana. Ég hef áhyggjur af þessu og tel að hér verði erfitt að búa í framtíðinni vegna kulda. Ég er líka hrædd um að við séum orðin of sein til að laga ástandið, jöklar eru að bráðna og yfirborð sjávar að hækka. 

Ég hef lengi haft áhyggjur af loftslagsvánni en aldrei eins og eftir að Abigail, dóttir mín, fæddist fyrir níu mánuðum. Hvernig verður heimur dóttur minnar? Ef ég verð heppin lifi ég í hálfa öld í viðbót en þetta snýst um veröld dóttur minnar sem mun væntanlega lifa lengur. 

En svo renna upp dagar eins og þessi sem slá á ótta og lífið verður gott. Ég og Abigail vorum að koma af bókasafninu þar sem við lásum og skoðuðum barnabækur. Það er hugsað vel um börn í bókmenntaheiminum.  

 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu