Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Veðurklúbburinn spáir sunnanátt í júní

Veð­ur­klúbbur­inn á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dal­bæ á Dal­vík spá­ir fyr­ir veðri, með­al ann­ars út frá tungl­inu og draum­förum. Í spá hans fyr­ir júní­mán­uð seg­ir að von sé á sunna­nátt.

Veðurklúbburinn spáir sunnanátt í júní
Frá fundi í upphafi júní Í aftari röð frá vinstri: Hörður Kristgeirsson, Guðrún I Kristjánsdóttir, Kjartan Gústafsson, Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Þóra Jóna Finnsdóttir og Garðar Ingólfsson. Fyrir framan sitja Ásgeir Stefánsson og Haukur Haraldsson. Mynd: Aðsend

„Meðlimir veðurklúbbsins [voru] sammála um að síðasta spá hafi gengið eftir þar sem spáð var fyrir mildum maí. Maímánuður var sannarlega mildur og hlýr, hlýjasti maímánuður á landsvísu frá upphafi mælinga og hitamet slegin á flestum veðurstöðvum landsins.“

Þetta segir í fundargerð frá júnífundi Veðurklúbbs Dalbæjar – sem er hjúkrunarheimili á Dalvík. Fundinn sóttu átta manns á aldrinum 60–92 ára – bæði íbúar og fólk í dagþjálfun á Dalbæ. Meðlimirnir hittast alla jafna í upphafi hvers mánaðar, en klúbburinn hefur verið starfandi síðastliðna þrjá áratugi.

Á síðasta fundi ályktuðu meðlimir klúbbsins að í ljósi þess að nýtt tungl hefði kviknað þann 27. maí kl. 03:02 í norðri þýddi það að það mætti eiga von á sunnanáttum í júní. Þá spáði klúbburinn því að sú kröftuga lægð og norðanátt sem hefði einkennt upphaf júnímánaðar færi hægt yfir en þegar nær drægi miðjum mánuði ætti að fara að fara í hönd …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár