Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Telur sig hafa verið skotna með loftbyssu í miðbænum

Þeg­ar Halla Krist­ín Ein­ars­dótt­ir var hæfð í kinn­ina á Lauga­veg­in­um í gær­kvöldi hugs­aði hún strax að for­dóm­ar gegn hinseg­in fólki byggju þar að baki. „En svo veit mað­ur ekki, kannski voru bara ein­hverj­ir dólg­ar að skjóta á ein­hverj­ar kon­ur á Lauga­veg­in­um.“ Sam­skipta­stjóri Sam­tak­anna '78 seg­ir að­kast gagn­vart hinseg­in fólki hafa færst í auk­ana síð­ast­lið­in ár.

Telur sig hafa verið skotna með loftbyssu í miðbænum
Vinkonur Halla Kristín og Omel segjast báðar hafa tekið eftir auknu aðkasti gegn hinsegin fólki síðastliðin ár. Mynd: Aðsend

„Ég var að stíga út úr leigubíl með vinkonu minni á horninu á Laugarvegi og Barónsstíg þegar ég fæ eitthvað í andlitið. Ég lít undrandi í kringum mig og sé að það er svartur bíll rétt undan. Þegar ég horfi á hann þá gefur hann í og fer niður Laugaveginn.“

Svona lýsir Halla Kristín Einarsdóttir atviki sem hún lenti upp úr klukkan tíu í gærkvöldi, en hún telur að hún hafi verið skotin í kinnina með loft- eða túttubyssu. „Þetta fór í kinnbeinið á mér, ekkert langt frá auganum. Ég er ekkert stórslösuð, en það kom smá far og roði. Ég var aðallega hissa fyrst og að reyna að átta mig á því hvað hefði gerst,“ segir hún. 

„Þetta var rosalega óþægilegt“

Vinkona Höllu lýsir atvikum svo: „Við vorum bara að skunda heim og ég heyri smellinn þegar kúlan lendir í andlitinu á henni. Ég sá ekki fólkið í bílnum …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár