Að jafnaði yfir þrjár tilkynningar um heimilisofbeldi á dag

Til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi fjölg­aði um tæp 15% á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Til­kynn­ing­um þar sem grun­ur er um al­var­legt eða end­ur­tek­ið of­beldi gegn lífi og heilsu fjöl­skyldu­með­lims fjölg­aði einnig á milli ára. Alls bár­ust 40 slík mál fyrstu þrjá mán­uði árs­ins.

Að jafnaði yfir þrjár tilkynningar um heimilisofbeldi á dag

Alls bárust 316 tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglunnar á tímabilinu janúar til mars á þessu ári, samanborið við 274 á sama tíma í fyrra. Þetta er tæplega 15% aukning, en að meðaltali bárust 3,5 tilkynningar um heimilisofbeldi dag á tímabilinu. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra aðila sem tilkynnt var til lögreglu á fyrsta ársfjórðungi 2025. 

Þar segir að markvissari skráning geti skýrt þessa fjölgun, en einnig er tekið fram að sé litið til síðustu tíu ára sé aukningin 10%. 

Þegar litið er til bæði tilkynninga um heimilisofbeldi og um ágreining milli skyldra og tengdra aðila bárust 642 tilkynningar, eða rúmlega sjö á dag að meðaltali.

Heimilisofbeldi greint eftir gerendumÚr skýrslu ríkislögreglustjóra

Málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, t.d. foreldrar, börn eða systkini, fjölgar ef borið er saman við síðasta ár. Aukin áhersla hefur verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur, segir í skýrslunni.

Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15% í 30%.  Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34% þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18% á sama tímabili fyrir ári.

Ágreiningur milli skyldra/tengdra greint eftir tegundÚr skýrslu ríkislögreglustjóra

Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin, það er barn ráðist gegn foreldri og foreldri gegn barni.

Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024.

Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann og/eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður, þegar 34 beiðnir bárust.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár