Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Að jafnaði yfir þrjár tilkynningar um heimilisofbeldi á dag

Til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi fjölg­aði um tæp 15% á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025. Til­kynn­ing­um þar sem grun­ur er um al­var­legt eða end­ur­tek­ið of­beldi gegn lífi og heilsu fjöl­skyldu­með­lims fjölg­aði einnig á milli ára. Alls bár­ust 40 slík mál fyrstu þrjá mán­uði árs­ins.

Að jafnaði yfir þrjár tilkynningar um heimilisofbeldi á dag

Alls bárust 316 tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglunnar á tímabilinu janúar til mars á þessu ári, samanborið við 274 á sama tíma í fyrra. Þetta er tæplega 15% aukning, en að meðaltali bárust 3,5 tilkynningar um heimilisofbeldi dag á tímabilinu. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra aðila sem tilkynnt var til lögreglu á fyrsta ársfjórðungi 2025. 

Þar segir að markvissari skráning geti skýrt þessa fjölgun, en einnig er tekið fram að sé litið til síðustu tíu ára sé aukningin 10%. 

Þegar litið er til bæði tilkynninga um heimilisofbeldi og um ágreining milli skyldra og tengdra aðila bárust 642 tilkynningar, eða rúmlega sjö á dag að meðaltali.

Heimilisofbeldi greint eftir gerendumÚr skýrslu ríkislögreglustjóra

Málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, t.d. foreldrar, börn eða systkini, fjölgar ef borið er saman við síðasta ár. Aukin áhersla hefur verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur, segir í skýrslunni.

Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15% í 30%.  Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34% þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18% á sama tímabili fyrir ári.

Ágreiningur milli skyldra/tengdra greint eftir tegundÚr skýrslu ríkislögreglustjóra

Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin, það er barn ráðist gegn foreldri og foreldri gegn barni.

Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024.

Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann og/eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður, þegar 34 beiðnir bárust.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár