Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Reglu­leg laun í fullu starfi voru að með­al­tali 845 þús­und krón­ur á mán­uði ár­ið 2024 en nærri tveir af hverj­um þrem­ur launa­mönn­um eru með lægri laun en það. Hæstu laun­in eru nærri fimm­falt hærri en þau lægstu, og kyn­bund­inn mun­ur enn aug­ljós.

Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Ný gögn Hagstofu Íslands um laun ársins 2024 sýna að regluleg mánaðarlaun, þegar horft er til allra launamanna óháð starfshlutfalli, voru að meðaltali 758 þúsund krónur. Fyrir þá sem vinna í fullu starfi hækkar meðaltalið í 845 þúsund, en miðgildi launa – sem segir meira um raunverulega dreifingu – er 753 þúsund krónur.

Það þýðir að 65 prósent fólks í fullu starfi eru með regluleg laun undir meðaltali. Skýringuna má rekja til þess að hæstu launin teygja sig langt upp og draga meðaltalið upp en lægstu launin dreifast á þrengra bili.

Launamunur á kynjum

Heildarlaun karla í fullu starfi voru 984 þúsund á mánuði að meðaltali. Þeir unnu að jafnaði 177,9 greiddar stundir á mánuði, samanborið við 172 hjá konum. Heildarlaun kvenna voru lægri; að meðaltali 826 þúsund. Munurinn á greiddum stundum skýrir hluta launamunarins, en Hagstofan bendir einnig á kynskiptan vinnumarkað: aðeins 14 prósent karla starfa hjá hinu opinbera, en 38 prósent kvenna. Opinber störf eru yfirleitt lægra launuð en störf á almennum markaði, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

-158
þúsund
munur heildarlauna karla og kvenna í fullu starfi.

Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar voru með hæstu meðallaunin árið 2024 – að jafnaði um 2,4 milljónir króna á mánuði. Einnig voru fleiri sérfræðistörf, svo sem læknar, dómarar og yfirmenn tölvudeilda, með mánaðarlaun yfir 1,7 milljónum.

Á hinn bóginn voru lægstu launin skráð í störfum sem lúta að barnagæslu, 605 þúsund krónur, handþvotti og pressun, 578 þúsund, og skjalavörslu eða póstflokkun, 573 þúsund. Með öðrum orðum: forstjóri fær að jafnaði meira en fjórfalt hærri laun en starfsmaður í barnagæslu.

Mikil launadreifing innan stétta

Þrátt fyrir tiltölulega skýra stéttaskiptingu í meðallaunum sýna gögnin að dreifing launa er víða innan stétta. Sérfræðingar og iðnaðarfólk eru með fjölbreyttustu dreifinguna – sumir með undir 750 þúsund á mánuði, aðrir með rúmlega milljón.

Þjónustu- og umönnunarstéttin stendur þó neðarlega: nærri 62 prósent starfsfólks í þessum hópi fær greidd heildarlaun undir 750 þúsund krónum á mánuði. Hjá skrifstofufólki voru um 67 prósent með laun á bilinu 550 til 850 þúsund.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár