Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Reglu­leg laun í fullu starfi voru að með­al­tali 845 þús­und krón­ur á mán­uði ár­ið 2024 en nærri tveir af hverj­um þrem­ur launa­mönn­um eru með lægri laun en það. Hæstu laun­in eru nærri fimm­falt hærri en þau lægstu, og kyn­bund­inn mun­ur enn aug­ljós.

Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Ný gögn Hagstofu Íslands um laun ársins 2024 sýna að regluleg mánaðarlaun, þegar horft er til allra launamanna óháð starfshlutfalli, voru að meðaltali 758 þúsund krónur. Fyrir þá sem vinna í fullu starfi hækkar meðaltalið í 845 þúsund, en miðgildi launa – sem segir meira um raunverulega dreifingu – er 753 þúsund krónur.

Það þýðir að 65 prósent fólks í fullu starfi eru með regluleg laun undir meðaltali. Skýringuna má rekja til þess að hæstu launin teygja sig langt upp og draga meðaltalið upp en lægstu launin dreifast á þrengra bili.

Launamunur á kynjum

Heildarlaun karla í fullu starfi voru 984 þúsund á mánuði að meðaltali. Þeir unnu að jafnaði 177,9 greiddar stundir á mánuði, samanborið við 172 hjá konum. Heildarlaun kvenna voru lægri; að meðaltali 826 þúsund. Munurinn á greiddum stundum skýrir hluta launamunarins, en Hagstofan bendir einnig á kynskiptan vinnumarkað: aðeins 14 prósent karla starfa hjá hinu opinbera, en 38 prósent kvenna. Opinber störf eru yfirleitt lægra launuð en störf á almennum markaði, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

-158
þúsund
munur heildarlauna karla og kvenna í fullu starfi.

Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar voru með hæstu meðallaunin árið 2024 – að jafnaði um 2,4 milljónir króna á mánuði. Einnig voru fleiri sérfræðistörf, svo sem læknar, dómarar og yfirmenn tölvudeilda, með mánaðarlaun yfir 1,7 milljónum.

Á hinn bóginn voru lægstu launin skráð í störfum sem lúta að barnagæslu, 605 þúsund krónur, handþvotti og pressun, 578 þúsund, og skjalavörslu eða póstflokkun, 573 þúsund. Með öðrum orðum: forstjóri fær að jafnaði meira en fjórfalt hærri laun en starfsmaður í barnagæslu.

Mikil launadreifing innan stétta

Þrátt fyrir tiltölulega skýra stéttaskiptingu í meðallaunum sýna gögnin að dreifing launa er víða innan stétta. Sérfræðingar og iðnaðarfólk eru með fjölbreyttustu dreifinguna – sumir með undir 750 þúsund á mánuði, aðrir með rúmlega milljón.

Þjónustu- og umönnunarstéttin stendur þó neðarlega: nærri 62 prósent starfsfólks í þessum hópi fær greidd heildarlaun undir 750 þúsund krónum á mánuði. Hjá skrifstofufólki voru um 67 prósent með laun á bilinu 550 til 850 þúsund.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár