Deilur í Sósíalistaflokknum: Vefsíða Vorstjörnunnar og félagatal yfirtekin

Sara Stef. Hild­ar­dótt­ir, gjald­keri Vor­stjörn­unn­ar sem er styrkt­ar­sjóð­ur fjár­magn­að­ur af Sósí­al­ista­flokkn­um, seg­ir að vef­síða sjóðs­ins hafi ver­ið tek­in yf­ir í gegn­um Google-að­gang flokks­ins, sem ný fram­kvæmda­stjórn flokks­ins hef­ur að­gang að. Sæ­þór Benja­mín Ran­dals­son, nýr formað­ur henn­ar, seg­ir mál­ið við­kvæmt og þörf á að­stoð lög­fræð­ings.

Deilur í Sósíalistaflokknum: Vefsíða Vorstjörnunnar og félagatal yfirtekin
Sósíalistaflokkur Íslands Vefur styrktarsjóðs flokksins lenti undir stjórn einhvers sem hefur aðgang að netfangi flokksins, samkvæmt lýsingum gjaldkera. Mynd: Bára Huld Beck

Vefsíða og félagatal styrktarsjóðs fjármögnuðum af Sósíalistaflokknum, Vorstjörnunnar, voru yfirtekin á föstudag í aðdraganda aðalfundar, að sögn gjaldkera sjóðsins.

Miklar deilur hafa ríkt í flokknum undanfarna mánuði og ný framkvæmdastjórn tók við í flokknum eftir kosningar á aðalfundi sem hafa verið kallaðar hallarbylting. Ný framkvæmdastjórn undir forystu Sæþórs Benjamíns Randalssonar tók við og hefur verið gagnrýnin á að peningar flokksins frá ríki og Reykjavíkurborg renni inn í Vorstjörnuna.

Í samtali við Heimildina vildi Sæþór ekki mikið segja um yfirtökuna nema að flokkurinn muni fá lögfræðing í málið. „Þess vegna langar mig ekki að segja of mikið eða tjá mig opinberlega um smáatriði,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem við erum að taka alvarlega.“

Sæþór Benjamín RandalssonFormaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir að lögmaður verði fenginn í málið.

Vorstjarnan hefur fengið helming af styrkjum ríkisins til Sósíalistaflokksins, um 11,3 milljónir króna í ár, á móti Alþýðufélaginu sem rekur Samstöðina og fær annað eins. Auk þess fær Vorstjarnan allt framlag Reykjavíkurborgar til flokksins, um 2 milljónir á ári.

Ný framkvæmdastjórn flokksins stýri Google-reikningnum

Sara Stef. Hildar, gjaldkeri Vorstjörnunnar og fyrrverandi stjórnarmaður í framkvæmdastjórn flokksins, tilkynnti um yfirtöku vefsíðunnar í Facebook-hópnum Rauða þræðinum í dag. Í samtali við Heimildina segist hún telja sig vita hverjir hafi tekið vefsíðuna yfir.

„Félagið hefur haldið úti vefsíðu, Vorstjarnan.is, með WordPress hugbúnaði og inni í honum er félagaskrá,“ segir Sara. „Félagið missti aðganginn að vefnum og pósthólfi félagsins.“

Hún segir að stjórn Vorstjörnunnar hafi nú endurheimt pósthólfið, fært hýsingu á því og opnað annan vef til að félagar Vorstjörnunnar geti skráð sig að nýju. „Eftir stendur að stjórn félagsins hefur ekki aðgang að upprunalegum vef og þar með talið félagaskrá félagsins af því að þeir sem hafa tekið yfir þann vef svara engum skilaboðum,“ segir Sara.

Aðspurð segist Sara ekki vilja segja hverja hún telur hafa tekið vefinn yfir. „Það er bara svo viðkvæmt mál að ég get ekki talað um það.“

Hún segir hins vegar að yfirtaka vefsins og félagatalsins hafi atvikast með þeim hætti að Google-reikningur Sósíalistaflokksins hafi hýst netfang Vorstjörnunnar en þar var Sara stjórnandi. „Ég fékk tilkynningu um það að sosialistaflokkurinn@sosialistaflokkurinn.is hefði breytt aðgangsorðinu að pósthólfinu,“ segir hún og bætir því við að ný framkvæmastjórn hafi tekið við Google-reikningnum áður en breytingin átti sér stað síðasta föstudag.

Nýjar skráningar í félagið fyrir aðalfund

Deilur hafa staðið um Vorstjörnuna og stöðu hennar gagnvart Sósíalistaflokknum um nokkra hríð. Védís Guðmundsdóttir er skráður formaður Vorstjörnunnar en annar stjórnarmaður, Viggó Jóhannsson, féll frá á síðasta ári. Sara tók við sem gjaldkeri, er prókúruhafi einnig og hefur þegið greiðslu sem starfsmaður félagsins sem hún segir að nemi um 20% af lágmarkslaunum. Félagið sér um rekstur Vorstjörnu alþýðuhúss, félagsheimili flokksins að Bolholti 6.

Sara segir að Sæþór Benjamín hafi áður fengið sömu greiðslu fyrir þessi störf og Karl Héðinn Kristjánsson stjórnarmaður þar áður. Báðir eru þeir í þeim armi sem nú stýrir flokknum, en Sara var í fyrri stjórn. „Þetta staða snýst bara um að kaupa kaffi og G-mjólk og sinna bókunum á húsinu,“ segir hún. „Það hefur verið mest að gera hjá gjaldkera eftir þessar breytingar," segir Sara og bætir því við að hún hafi tekið formlega við sem slíkur 1. júní 2022 samkvæmt fundargerð.

Hún segir persónuleg mál í stjórninni hafa tafið fyrir að halda aðalfund, meðal annars andlát Viggós. „Það er verið að klára ársreikning og átti að kjósa nýja stjórn,“ segir hún, en á Rauða þræðinum birti hún nýtt skráningarform fyrir félaga í Vorstjörnunni. „Nú höldum við því áfram og það rignir inn nýskráningum.“

Sagði Vorstjörnuna lepp framkvæmdastjórnarinnar

Sigrún E. Unnsteinsdóttir, stjórnarmaður í Vorstjörnunni, sagði Heimildinni hins vegar í apríl að hún væri enn skráð í stjórn félagins, en því væri í raun stjórnað af framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ sagði Sigrún.

„Það var aldrei ætlunin að vera einhver leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands,“ bætti hún við og átti þá við fráfarandi framkvæmdastjórn sem var undir forystu Gunnars Smára, þá formanns.

Athugasemd: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins sé rúmar 4,5 milljónir í ár. Það rétta er að framlagið er um 2 milljónir króna í ár.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár