Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Gæsluvarðahald aftur framlengt yfir Margréti Löf

Mar­grét Löf hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi í á átt­undi viku, síð­an hún var hand­tek­in grun­uð um að hafa orð­ið föð­ur sín­um að bana.

Gæsluvarðahald aftur framlengt yfir Margréti Löf
Fólkið bjó á Arnarnesi í Garðabæ Mynd: Golli

Gæsluvarðhald yfir Margréti Löf var í dag framlengt um fjórar vikur, eða til 1. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það gert vegna almannahagsmuna. Gæsluvarðhald hennar hefur áður verið framlengt á grundvelli almannahagsmuna en þar áður var hún í varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. 

Margrét var handtekin grunuð um að hafa banað föður sínum þann 11. apríl. Það eru því rúmar sjö vikur síðan hún var upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald og verður það í rúmar 11 vikur samkvæmt þessum nýjasta úrskurði.

Heimildin greindi frá því lok apríl að Margrét neitaði sök en hafi þó gengist við atvikalýsingum að hluta. Þá hafi hún ennfremur sagt að hún hafi ekki verið nálægt föður sínum þegar hann dó.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    Hvaða almannahagsmuni er átt við? Á þessi stúlka að vera hættuleg umhverfi sínu? Hér liggur einhver fiskur undir steini.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár