Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Norðurslóðir í breyttum heimi: Öryggismál í nýju alþjóðasamhengi

Áhrif stór­auk­inn­ar al­þjóð­legr­ar tog­streitu á mál­efni Norð­ur­slóða er um­fjöll­un­ar­efni á opn­um fundi í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri í dag. Varð­berg, Norð­ur­slóðanet Ís­lands og Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar, auk HA, standa að fund­in­um sem er hér í beinu streymi.

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar efna til opins fundar í dag um Norðurslóðir í breyttum heimi.

Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.

Ríki sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurslóðum þurfa bæði að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við örum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi og samfélögum – og opnar skipaleiðir – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri og stendur yfir frá klukkan 15 til 17.  Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Dagskrá fundarsins er eftirfarandi:

Upphafsorð: Davíð Stefánsson, formaður Varðberg.

Fundarstjórn: Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN).

Ávörp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri.

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst.

Dr. Rachael Lorna Johnstone við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi).

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins.

Lokaorð: Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár