Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Andófsmenn skipa öll sæti framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins

Öll ný­kjör­in fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins var á hinum svo­kall­aða tossal­ista sem dreift var fyr­ir að­al­fund flokks­ins af þeim sem studdu hall­ar­bylt­ingu. Sund­urlið­að­ar nið­ur­stöð­ur kosn­ing­anna voru birt­ar í morg­un.

Andófsmenn skipa öll sæti framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins
Aðalfundur Sósíalistaflokksins var haldinn í húsnæði flokksins í Bolholti um helgina. Mynd: Golli

Gríðarlegar sviptingar urðu um helgina á stjórn Sósíalistaflokksins þar sem hópur fólks úr grasrótinni bauð sig fram til höfuðs þeim sem höfðu farið með völd í flokknum síðastliðin ár. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar til átta ára, hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn.

Á aðalfundinum var meðal annars kosið í framkvæmdastjórn, málefnastjórn og kosningastjórn. Um einstaklingskjör var að ræða en mikill hiti var í flokksmönnum fyrir fundinn. Þannig var svokölluðum tossalista – „Leiðbeiningum til að styðja við grasrótarendurreisn Sósíalistaflokksins“ – dreift fyrir fundinn. 

Þar kom fram að „mikilvægast“ á dagskránni væri kosning í stjórnirnar. Síðan voru birt nöfn þeirra sem æskilegt væri að kjósa, fyrir þá sem styddu endurreisn grasrótarinnar. 

Sósíalistaflokkurinn birti sundurliðaðar niðurstöður á vef sínum í morgun þar sem má sjá í heild sinni þá sem náðu kjöri í stjórnirnar og í hvaða röð. Athygli vekur hversu líkir þeir eru áðurnefndum lista. 

Níu fulltrúar voru kjörnir í framkvæmdastjórn sem aðalstjórnarmenn:

  1. Bergljót Tul Gunnlaugsdóttir
  2. Guðbergur Egill Eyjólfsson
  3. Hallfríður Þórarinsdóttir
  4. Hjálmar Friðriksson
  5. Jón Ferdínand Estherarson
  6. Karl Héðinn Kristjánsson
  7. Sæþór Benjamín Randalsson
  8. Sigrún Unnsteinsdóttir
  9. Þorvaldur Þorvaldsson

Fjórir fulltrúar voru kjörnir í framkvæmdastjórn sem varamenn í stjórn:

  1. Marzuk Ingi Lamsiah Svanlaugar
  2. Rósa Guðný Arnardóttir
  3. Sigurjón Ármann Björnsson
  4. Sigurrós Eggertsdóttir

Listi andófsmanna sem var dreift

Allir sem náðu kjöri sem aðalmenn í málefnastjórn eru á ofangreindum lista og í sömu röð, en röðun varamanna er önnur. Þá eru efstu tvær á ofangreindum lista samhljóða endanlegum niðurstöðum, en annað fólk á listanum náði kjöri þó röð þeirra sé önnur.

Kosningastjórn var sömuleiðis skipuð öllum þeim aðalmönnum sem andófsmenn höfðu mælt með að yrðu kjörnir. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, hlaut kjör sem pólitískur leiðtogi flokksins en hún sagði sig hins vegar af sér því embætti eftir að niðurstöðurnar voru ljósar: „Í ljósi aðdragandans að þeim breytingunum sem síðar urðu á aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig frá trúnaðarstörfum í innra starfi flokksins. Ég verð áfram skráð í flokkinn og mun beina öllum mínum kröftum að starfi mínu sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Mitt helsta markmið í lífinu er að vinna gegn efnahagslegu óréttlæti,“ skrifaði hún á Facebook í kjölfarið. 

Hinn listinn

Sanna hefur stutt Gunnar Smára og birti hún á Facebook-síðu sinni fyrir aðalfundinn lista yfir hvernig hún myndi kjósa. Báðar fylkingar höfðu því dreift nafnalistum með „sínu fólki.“

Hér er listinn yfir þá sem Sanna sagðist ætla að kjósa í framkvæmdastjórn:

1. Sara Stef Hildar

2. Kári Jónsson

3. Gunnar Smári Egilsson

4. Margrét Pétursdóttir

5. Laufey Líndal Ólafsdóttir

6. Jón Hallur Haraldsson

7. Ragnheiður Guðmundsdóttir

8. Þorsteinn Bergsson

9. Hákon Leifsson

Til vara:

1. Kolbrún Valvesdóttir

2. Luciano Dutra

3. Haraldur Ingi Haraldsson

4. Védís Guðjónsdóttir

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BÞS
    Bessi Þór Sigurðarson skrifaði
    Maður veit nú sáralítið um nokkurt þeirra sem nú mynda stjórnina; og hvað annað einkennir þau en gremja í garð þeirra sem hafa haft völdin innan flokksins. Framtíðin er óviss.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár