Héraðssaksóknari vonast til þess að rannsókn á máli Samherja, oft kallað Samherjaskjölin, muni ljúka í sumar. Málið verður þá yfirfarið af ákærusviðinu, og í framhaldinu verður tekin afstaða til þess hvort ákæra verði gefin út.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari setur þó allnokkra fyrirvara við tímasetninguna, það sé enn töluverð vinna eftir. Samherji hefur verið til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara á sjötta ár eftir að Kveikur, rannsóknarfréttaþáttur RÚV, fjallaði um starfsemi fyrirtækisins árið 2019.
Um ári eftir umfjöllunina færðu eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, ásamt Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Þorsteins, og Kolbrúnu Ingólfsdóttur, eiginkonu Vilhelms, allan hlut sinn á börn sín. Þorsteinn Már tilkynnti í dag að hann hygðist stíga til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins og að Baldvin sonur hans tæki við stjórninni.
Stundin, nú Heimildin, greindi frá því í nóvember árið 2019 að félög í eigu Samherja hefðu …
Athugasemdir (1)