Livio gert að greiða stofnanda Sunnu frjósemisstofu 24,8 milljónir

Ing­unn Jóns­dótt­ir, stofn­andi Sunnu frjó­sem­is­stofu, vann mál gegn Li­vio í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur en Li­vio hélt því fram að Ing­unn hefði brot­ið gegn sam­keppn­is­höml­um til þriggja ára sem hún hefði skrif­að und­ir eft­ir að hún lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu.

Livio gert að greiða stofnanda Sunnu frjósemisstofu 24,8 milljónir

Ingunn Jónsdóttir, stofnandi frjósemisstofunnar Sunnu og fyrrverandi frjósemislæknir hjá Livio, vann í vikunni mál sem hún höfðaði gegn Livio í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Málsatvik má rekja til þess þegar Ingunni var sagt upp hjá Livio í júlí 2019, en hún taldi uppsögnina vera ólögmæta og höfðaði því mál gegn fyrirtækinu. Þar krafðst hún meðal annars þess að fá greitt fyrir eignarhlut sinn í móðurfyrirtæki Livio Reykjavík, IVF holding, en í því átti hún 19 prósenta hlut. 

Mátti ekki fara í samkeppni við Livio í þrjú ár

Í kaupsamningnum um eignarhlutinn var mælt fyrir um trúnaðarskyldu og samkeppnishömlur Ingunnar sem skyldu gilda í þrjú ár frá febrúar 2021. En þá fengi hún greiddar eftirstöðvar kaupverðs eignarhlutans – 20 prósent hans að andvirði 23,4 milljóna króna – ef hún uppfyllti skyldur sínar.

Meðal þess sem Ingunn mátti ekki gera var að taka beint eða óbeint þátt í starfsemi á Íslandi sem væri svipuð starfsemi Livio, að er starfsemi á sviði tæknifrjóvgunarmeðferða. Henni var þó heimilt að starfa á sviði lækninga eða kvensjúkdómafræða á sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð. Þá mátti hún ekki hafa afskipti af eða reyna að lokka frá Livio viðskiptavini eða starfsmenn. 

Eiginmaðurinn stofnaði Reykjavik IVF

Í janúar 2023 stofnaði eiginmaður Ingunnar einkahlutafélagið Reykjavik IVF, en tilgangur þess er heilbrigðisþjónusta. Þá stofnaði Reykjavik IVF félagið Evuhús í desember 2023, en tilgangur þess var sagður að starfrækja frjósemismiðstöð og tengda starfsemi. Nafni Evuhúss var breytt í Sunna Frjósemi ehf. í maí 2024.

Í janúar 2024 krafðist Livio þess að fá eftirstöðvar eignarhlutans greiddar á þeim grundvelli að með stofnun félaganna hefði Ingunn brotið gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Var þar vísað í stofnun Reykjavik IVF auk þess sem Livio sagði Ingunni og mann hennar hafa talað um það opinberlega að þau hygðust opna stofu á sviði tæknifrjóvgana.

Athafnir eiginmannsins óskyldar

Að því er segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki verði ráðið af kaupsamningnum að athafnir eiginmanns Ingunnar eða annarra en hennar sjálfrar teldust til brots á skyldum hennar.

„Fyrrnefndar athafnir eiginmanns stefnanda geta því ekki leitt til ályktunar um að stefnandi teljist hafa fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar sem deilt er um í málinu. Þá hefur stefndi ekki fært sönnur á að stefnandi hafi tekið þátt í undirbúningsathöfnum vegna opnunar frjósemismiðstöðvarinnar fyrr en eftir að gildistími samkeppnishamlanna hafði runnið sitt skeið,“ segir í dómnum. 

En það var fyrst í færslu á Facebook og í frétt á Vísi í mars 2024 sem það kom fram opinberlega að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar. Þá var meira en einn og hálfur mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Sunna frjósemisstofa opnaði svo haustið 2024. 

Livio var því gert að greiða Ingunni fyrir eignarhlutann, alls 24,8 milljónir auk dráttarvaxta, og 1,3 milljónir í málskostnað.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
5
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár