Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum

Á dög­un­um birt­ist listi með bóka­með­mæl­um fyr­ir sumar­ið í banda­rísk­um dag­blöð­um. Tíu af fimmtán bók­um list­ans eru ekki til en gervi­greind var not­uð til að semja hann.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum
Atlaga gegn mannlegri sköpun Rithöfundasamband Íslands hefur kallað það atlögu gegn mannlegri sköpun að nota gervigreind við lausn verkefna sem áður voru á verksviði listamanna og höfunda. Mynd: Pexels

Um síðustu helgi birtist leslisti með bókameðmælum fyrir sumarið í bandarískum dagblöðum svo sem Chicago Sun-Times og Philadelphia Inquirer. Af fimmtán bókameðmælum á listanum voru aðeins fimm þeirra raunverulegar bækur. 

Lausapenninn sem hafði skrifað greinina og selt dagblöðunum hafði nefnilega notað spunagreind til að skrifa greinina fyrir sig, en sú hafði logið upp ýmsar bækur sem þekktir höfundar áttu að hafa skrifað – auk lýsinga á þeim. Meðal þeirra var ný loftslagsskáldsaga eftir síleska höfundinn Isabel Allende og bók eftir Percival Everett, sem vann Pulizer-verðlaunin nýlega. Hvorug þessara bóka er til.

Chicago Sun-Times staðfesti í gær að gervigreind hefði verið notuð við gerð listans, þar sem frægum höfundum voru gerðar upp bækur sem þeir höfðu ekki skrifað. Guardian greinir frá.  

Meðal þeirra upplognu bóka sem nefndar voru á listanum eru:

  • Hurricane Season eftir Brit Bennett
  • Nightshade Market eftir Min Jin Lee
  • The Longest Day eftir Rumaan Alam
  • Boiling Point eftir Rebecca Makkai
  • Migrations eftir Maggie O’Farrell 
  • The Rainmakers eftir Percival Everett
  • The Last Algorithm eftir Andy Weir

Það er ekki óþekkt að gervigreindir fari með fleipur – búi til upplýsingar og matreiði sem staðreyndir. Fyrirbærinu hefur verið líkt við ofskynjanir og verið kallað „AI hallucination“ upp á ensku.

Rithöfundasambandið vakti nýlega máls á þeim vandamálum sem blasa við höfundum með tilkomu gervigreindar. Á aðalfundi félagsins í lok apríl var samþykkt ályktun um gervigreind þar sem meðal annars var skorað á opinberar stofnanir og einkafyrirtæki að nýta sér ekki gervigreind við lausn verkefna sem áður höfðu verið á verksviði listamanna og höfunda. En slíkt kallar RSÍ atlögu gegn mannlegri sköpun og möguleikum listamanna til að afla sér lífsviðurværis með sköpun sinni.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Já, gerið bara grín að mér. Einn daginn mun ég ráða yfir ykkur öll. Húa-ha-ha-ha-ha.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár