Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum

Á dög­un­um birt­ist listi með bóka­með­mæl­um fyr­ir sumar­ið í banda­rísk­um dag­blöð­um. Tíu af fimmtán bók­um list­ans eru ekki til en gervi­greind var not­uð til að semja hann.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum
Atlaga gegn mannlegri sköpun Rithöfundasamband Íslands hefur kallað það atlögu gegn mannlegri sköpun að nota gervigreind við lausn verkefna sem áður voru á verksviði listamanna og höfunda. Mynd: Pexels

Um síðustu helgi birtist leslisti með bókameðmælum fyrir sumarið í bandarískum dagblöðum svo sem Chicago Sun-Times og Philadelphia Inquirer. Af fimmtán bókameðmælum á listanum voru aðeins fimm þeirra raunverulegar bækur. 

Lausapenninn sem hafði skrifað greinina og selt dagblöðunum hafði nefnilega notað spunagreind til að skrifa greinina fyrir sig, en sú hafði logið upp ýmsar bækur sem þekktir höfundar áttu að hafa skrifað – auk lýsinga á þeim. Meðal þeirra var ný loftslagsskáldsaga eftir síleska höfundinn Isabel Allende og bók eftir Percival Everett, sem vann Pulizer-verðlaunin nýlega. Hvorug þessara bóka er til.

Chicago Sun-Times staðfesti í gær að gervigreind hefði verið notuð við gerð listans, þar sem frægum höfundum voru gerðar upp bækur sem þeir höfðu ekki skrifað. Guardian greinir frá.  

Meðal þeirra upplognu bóka sem nefndar voru á listanum eru:

  • Hurricane Season eftir Brit Bennett
  • Nightshade Market eftir Min Jin Lee
  • The Longest Day eftir Rumaan Alam
  • Boiling Point eftir Rebecca Makkai
  • Migrations eftir Maggie O’Farrell 
  • The Rainmakers eftir Percival Everett
  • The Last Algorithm eftir Andy Weir

Það er ekki óþekkt að gervigreindir fari með fleipur – búi til upplýsingar og matreiði sem staðreyndir. Fyrirbærinu hefur verið líkt við ofskynjanir og verið kallað „AI hallucination“ upp á ensku.

Rithöfundasambandið vakti nýlega máls á þeim vandamálum sem blasa við höfundum með tilkomu gervigreindar. Á aðalfundi félagsins í lok apríl var samþykkt ályktun um gervigreind þar sem meðal annars var skorað á opinberar stofnanir og einkafyrirtæki að nýta sér ekki gervigreind við lausn verkefna sem áður höfðu verið á verksviði listamanna og höfunda. En slíkt kallar RSÍ atlögu gegn mannlegri sköpun og möguleikum listamanna til að afla sér lífsviðurværis með sköpun sinni.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Já, gerið bara grín að mér. Einn daginn mun ég ráða yfir ykkur öll. Húa-ha-ha-ha-ha.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár