Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni

Hreyf­ill vildi ekki gefa eft­ir einka­not sín af bið­stæð­um fyr­ir leigu­bif­reið­ar víða um Reykja­vík­ur­borg og fór í mál. Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest frá­vís­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur á mál­inu.

Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfugerð af hálfu leigubílastöðvarinnar Hreyfils gegn Reykjavíkurborg þar sem Hreyfill krafðist þess að eiga áfram einkarétt á biðstæðum fyrir leigubíla á nokkrum stöðum í borginni. 

Reykjavíkurborg samþykkti árið 2019 að heimila öllum sem hefðu starfsleyfi til leigubílaaksturs að leggja í bifreiðastæðum sem Hreyfill hafði haft einkarétt á að nota. 

Hreyfill höfðaði í framhaldinu mál gegn Reykjavíkurborg og krafðist þess að umráðaréttur félagsins á ákveðnum biðstæðum leigubíla yrði viðurkenndur fyrir dómi. Til vara krafðist Hreyfill viðurkenningu Reykjavíkur á bótaábyrgð og bótaskyldu borgarinnar. 

Hreyfill fær enn að nota stæðin

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í kröfugerð Hreyfils sé ekki afmarkað á neinn hátt til hvers kyns afnota eða umráðaréttar sé vísað til. Hins vegar sé óumdeilt að Hreyfill muni áfram njóta afnotaréttar af biðstæðunum, að frátöldum stæðum sem voru á Laugavegi við Hlemm. Því telur Landsréttur að kröfugerð Hreyfils sé ekki til þess fallin að leysa ágreining, jafnvel þó að á hana væri fallist.

Hvað stæðin við Laugaveg varðar tekur Landsréttur fram að kröfugerð Hreyfils taki ekki mið af tilfærslu biðstæða sem leiða af breyttu deiliskipulagi. Óhjákvæmilega hefði Hreyfill því ekki lögvarða hagsmuni af því að sú krafa yrði viðurkennd. 

Landsréttur staðfesti því dóm héraðsdóms frá apríl 2025 um frávísun málsins.

Útdeiling á takmörkuðum gæði 

Í yfirliti málsatvika og ágreiningsefna í dómi héraðsdóms segir að Hreyfill hafi rekið leigubílastöð í Reykjavík um áratugaskeið. Ágreiningur Hreyfils og Reykjavíkurborgar snúist í meginatriðum um rétt Hreyfils til þrettán tilgreindra biðstæða í borgarlandinu. Með leyfi umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, með gildistíma frá júní 2018 til júní 2020, hafi Hreyfli verið heimilað að starfrækja biðstöðvar á níu af þessum þrettán stæðum. 

Þegar endurskoðun á leigubifreiðastæðum í borgarlandi hófst, í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar 2010 til 2013 um vistvænni samgöngur, hafi Reykjavíkurborg borist ábendingar frá öðrum leigubílastöðvum sem höfðu ekki afnot af biðstæðum í borgarlandinu, og kvartað hafi verið yfir því að Reykjavík væri að útdeila takmörkuðum gæðum til einstakra leigubílastöðva, svo sem til Hreyfils. 

Tillaga samgöngustjóra Reykjavíkurborgar um breytt fyrirkomulag leigubifreiðastæða var samþykkt á fundi skipulags- og  samgönguráðs í september  2019.  Í  henni  fólst  að  umhverfis- og  skipulagssviði yrði  falið  að  heimila  öllum  aðilum  í leigubifreiðaakstri,  sama  hvort  um  væri  að  ræða  einstaklinga  eða leigubifreiðastöðvar,  notkun á     stæðunum að undangenginni  skráningu.     

Starfsleyfi fyrir leigubifreiðastæðum í borgarlandi yrði þá gefið út til Reykjavíkurborgar, sem bæri ábyrgð á stæðunum, svo sem viðhaldi og hreinsun þeirra. Skráning leigubifreiða til notkunar á stæðunum myndi gilda á fyrirfram skilgreindu tímabili og fyrir notkun á öllum skilgreindum leigubifreiðastæðum innan borgarmarka. Tekið yrði gjald af skráningu til að mæta kostnaði við gerð og viðhald stæðanna og tæki slík gjaldskrá mið af skráðri losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi leigubifreiðar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár