Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni

Hreyf­ill vildi ekki gefa eft­ir einka­not sín af bið­stæð­um fyr­ir leigu­bif­reið­ar víða um Reykja­vík­ur­borg og fór í mál. Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest frá­vís­un Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur á mál­inu.

Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfugerð af hálfu leigubílastöðvarinnar Hreyfils gegn Reykjavíkurborg þar sem Hreyfill krafðist þess að eiga áfram einkarétt á biðstæðum fyrir leigubíla á nokkrum stöðum í borginni. 

Reykjavíkurborg samþykkti árið 2019 að heimila öllum sem hefðu starfsleyfi til leigubílaaksturs að leggja í bifreiðastæðum sem Hreyfill hafði haft einkarétt á að nota. 

Hreyfill höfðaði í framhaldinu mál gegn Reykjavíkurborg og krafðist þess að umráðaréttur félagsins á ákveðnum biðstæðum leigubíla yrði viðurkenndur fyrir dómi. Til vara krafðist Hreyfill viðurkenningu Reykjavíkur á bótaábyrgð og bótaskyldu borgarinnar. 

Hreyfill fær enn að nota stæðin

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í kröfugerð Hreyfils sé ekki afmarkað á neinn hátt til hvers kyns afnota eða umráðaréttar sé vísað til. Hins vegar sé óumdeilt að Hreyfill muni áfram njóta afnotaréttar af biðstæðunum, að frátöldum stæðum sem voru á Laugavegi við Hlemm. Því telur Landsréttur að kröfugerð Hreyfils sé ekki til þess fallin að leysa ágreining, jafnvel þó að á hana væri fallist.

Hvað stæðin við Laugaveg varðar tekur Landsréttur fram að kröfugerð Hreyfils taki ekki mið af tilfærslu biðstæða sem leiða af breyttu deiliskipulagi. Óhjákvæmilega hefði Hreyfill því ekki lögvarða hagsmuni af því að sú krafa yrði viðurkennd. 

Landsréttur staðfesti því dóm héraðsdóms frá apríl 2025 um frávísun málsins.

Útdeiling á takmörkuðum gæði 

Í yfirliti málsatvika og ágreiningsefna í dómi héraðsdóms segir að Hreyfill hafi rekið leigubílastöð í Reykjavík um áratugaskeið. Ágreiningur Hreyfils og Reykjavíkurborgar snúist í meginatriðum um rétt Hreyfils til þrettán tilgreindra biðstæða í borgarlandinu. Með leyfi umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, með gildistíma frá júní 2018 til júní 2020, hafi Hreyfli verið heimilað að starfrækja biðstöðvar á níu af þessum þrettán stæðum. 

Þegar endurskoðun á leigubifreiðastæðum í borgarlandi hófst, í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar 2010 til 2013 um vistvænni samgöngur, hafi Reykjavíkurborg borist ábendingar frá öðrum leigubílastöðvum sem höfðu ekki afnot af biðstæðum í borgarlandinu, og kvartað hafi verið yfir því að Reykjavík væri að útdeila takmörkuðum gæðum til einstakra leigubílastöðva, svo sem til Hreyfils. 

Tillaga samgöngustjóra Reykjavíkurborgar um breytt fyrirkomulag leigubifreiðastæða var samþykkt á fundi skipulags- og  samgönguráðs í september  2019.  Í  henni  fólst  að  umhverfis- og  skipulagssviði yrði  falið  að  heimila  öllum  aðilum  í leigubifreiðaakstri,  sama  hvort  um  væri  að  ræða  einstaklinga  eða leigubifreiðastöðvar,  notkun á     stæðunum að undangenginni  skráningu.     

Starfsleyfi fyrir leigubifreiðastæðum í borgarlandi yrði þá gefið út til Reykjavíkurborgar, sem bæri ábyrgð á stæðunum, svo sem viðhaldi og hreinsun þeirra. Skráning leigubifreiða til notkunar á stæðunum myndi gilda á fyrirfram skilgreindu tímabili og fyrir notkun á öllum skilgreindum leigubifreiðastæðum innan borgarmarka. Tekið yrði gjald af skráningu til að mæta kostnaði við gerð og viðhald stæðanna og tæki slík gjaldskrá mið af skráðri losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi leigubifreiðar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár