Atlaga gegn mannlegri sköpun

Rit­höf­unda­sam­band­ið skor­ar á op­in­ber­ar stofn­an­ir sem og einka­fyr­ir­tæki að nýta ekki gervi­greind við lausn verk­efna sem áð­ur hafa ver­ið á verk­sviði lista­manna og höf­unda. Þá for­dæm­ir RSÍ þá ákvörð­un Meta að nýta hug­verk án heim­ild­ar, þar á með­al eft­ir ís­lenska höf­unda, til þró­un­ar á gervi­greind­ar­for­riti.

Atlaga gegn mannlegri sköpun
Meta, sem meðal annars rekur Facebook og Instagram, nýtir efni af þeim miðlum til að þróa gervigreind. Mynd: AFP

„Hagnýting á höfundaréttarvörðum hugverkum til þróunar á gervigreind, án heimildar rétthafa, felur í sér brot á höfundarétti. Rithöfundasambandið skorar á íslensk stjórnvöld að flýta lagasetningu varðandi notkun gervigreindar við gerð hugverka svo að tryggt megi verða að hagnýting á verkum rithöfunda í gervigreindarkerfum eigi sér eingöngu stað með skýru samþykki og gegn sanngjarnri greiðslu.“

Þetta kemur fram í ályktun Rithöfundasambands Íslands um gervigreind sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 28. apríl. 

Tilvistarleg aðför að listsköpun

Þar segir að Rithöfundasambandið skori jafnframt á opinberar stofnanir sem og einkafyrirtæki að nýta ekki gervigreind við lausn verkefna sem áður hafa verið á verksviði listamanna og höfunda, og taka þannig ekki þátt í atlögu gegn mannlegri sköpun og möguleikum listamanna til að afla sér lífsviðurværis með sköpun sinni.

„Rithöfundasamband Íslands fordæmir þá ákvörðun Meta að nýta hugverk, þar á meðal eftir íslenska höfunda, án heimildar, til þróunar á gervigreindarforriti. Slík ráðstöfun á hugverkum er á forræði eigenda höfundaréttar og athafnir sem þessar fela því í sér tilvistarlega aðför að listsköpun og ritstörfum,“ segir í ályktuninni. 

Þá fordæmir Rithöfundasambandið jafnframt hugmyndir, svo sem þær sem reifaðar hafa verið í Bretlandi, um að veita tæknifyrirtækjum óheftan aðgang að hugverkum í sambærilegum tilgangi án skýrs samþykkis listamannanna í hverju tilviki.

Lífsspursmál fyrir íslenskar bókmenntir

Fyrr í þessum mánuði sendi Rithöfundasambandið frá sér áskorun þar sem það hvatti rithöfunda til að sniðganga Storytel með því að beita sér gegn því að verk þeirra verði sett inn á streymisveituna, þar til sænska streymisveitan semur við rithöfunda um „sanngjarnt endurgjald“.

Þá skoraði sambandið á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka,“ segir þar. „Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir því að ný verk verði ekki sett inn á streymisveituna.“

Að mati rithöfunda er um lífsspursmál að ræða fyrir bókmenntalíf landsmanna. „Án sanngjarnra höfundarréttargreiðslna fær bókmenntalíf ekki þrifist hjá þjóð sem kennir sig á tyllidögum við bókmenntir.“

Fram hafa komið dæmi þess að rithöfundar fái greitt mun minna fyrir streymi á efni þeirra á Storytel heldur en fyrir sölu bókar, eða um 1/7 hluta.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár