Sígaretturnar Camel Blue Box eru seldar í pökkum sem eru sérstaklega merktir „Íslenska útgáfan“ og á umbúðunum er að finna teiknaðar myndir af reykspúandi eldfjalli, blómum, lunda, lóum, lömbum og lýsandi vita.
Heimildin hefur ekki fengið svör frá innflutningsaðila vörunnar, Rolf Johansen & Co. ehf., um hvað kemur til að þessar merkingar voru settar á sígarettupakkana.
Samkvæmt tóbaksvarnarlögum er óheimilt að koma tóbaksvöru á framfæri eða hvetja til neyslu hennar með því að skapa ranga hugmynd um eiginleika hennar eða áhrif á heilsu.
ÁTVR hefur eftirlit með innflutningi og sölu tóbaks og getur fyrirskipað innköllun vöru eða að vara sé tekin af markaði ef hún uppfyllir ekki viðeigandi kröfur um upplýsingar um vöru, merkingar, umbúðir, gæði, öryggi eða annað slíkt.
Gangi ekki gegn tóbaksvarnarlögum
Í skriflegu svari frá ÁTVR til Heimildarinnar vegna sígarettupakkanna með lóunni, lundanum og blómunum segir að það sé afstaða ÁTVR að umræddar merkingar gangi ekki …
Athugasemdir