Því miður var ekkert sannkallað sagnaskáld að störfum þau 118 ár sem átök Rómar og Karþagó stóðu á annarri og þriðju öld fyrir upphaf tímatals okkar, eða FT. Það hefðu getað orðið til ótrúlegar kviður og djúpmagnaðar – spennandi átakasaga í fyrsta stríðinu, full af sviptingum –, harmleikurinn um Hannibal í því næsta – hann hófst svo hátt í byrjun, stóð svo nærri hinum mesta sigri en svipti sig loks lífi, hundeltur og sigraður – og loks hryllingurinn allur í umsátri þriðja stríðsins þegar mæðurnar í Karþagó hentu börnum sínum í eld til að þau þyrftu ekki að undirgangast lífstíðarþrældóm hins grimma sigurvegara.
Þessa sögu þekkjum við af vissulega dramatískum frásögnum rómverskra annálahöfunda eins og Livíusar, en hugsið ykkur hvaða mat Hómer hefði getað gert sér úr þeim sögum sem þarna gerðust, eða Eskílos, Sófókles …?
Fleira var á seyði

Og kannski var enn þá fleira á seyði en …
Athugasemdir