Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Braut ítrekað nálgunarbann - Grunaður um ofbeldi gegn eiginkonu og fimm börnum

Karl­mað­ur hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald vegna ásak­ana um al­var­legt of­beldi gegn eig­in­konu og börn­um. Mað­ur­inn hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar hjá lög­reglu síð­an í fyrra en hann hlaut al­þjóð­lega vernd á Ís­landi ár­ið 2022. Ef brot­in verða tal­in sönn­uð geta þau varð­að allt að 16 ára fang­elsi.

Braut ítrekað nálgunarbann - Grunaður um ofbeldi gegn eiginkonu og fimm börnum

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað mann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. júní vegna alvarlegra ásakana um ofbeldi gegn eiginkonu sinni og börnum þeirra. Maðurinn, sem hlaut alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan í mars 2024 og sætt nálgunarbanni gagnvart fjölskyldu sinni. Þá hafði lögreglu borist tilkynning um að maðurinn hafi hótað eiginkonu sinni lífláti. 

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa beitt eiginkonu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi um árabil, bæði áður en þau komu til Íslands og eftir það. Hann er jafnframt grunaður um að hafa beitt nokkur barna sinna kynferðislegu ofbeldi.

Flúði ofbeldið stuttu eftir komuna

Fram kemur í lýsingu á málsatvikum að hjónin og börn þeirra fimm hafi komið til Íslands í mars 2024 en eiginkonan flúið heimilið í sama mánuði. Börnin voru í kjölfarið tekin af manninum og færð til móðurinnar. Þau hafi notið aðstoðar félags- og barnaverndaryfirvalda sem og dvalið í Kvennaathvarfinu.

„Það er mat lögreglu að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan mál hans er ekki lokið,“ segir í kröfugerð saksóknara. Þar kemur einnig fram að brotaþolar séu „afar hræddir við varnaraðila“ og að vægari úrræði, eins og nálgunarbann, hafi ekki dugað til að vernda þau.

„Að mati sóknaraðila eru vægari úrræði fullreynd“
Úr kröfu lögreglu vegna gæsluvarðhalds

Samkvæmt dómsskjölum hefur maðurinn ítrekað brotið gegn nálgunarbanni, meðal annars með því að birtast við heimili og skóla barna sinna, senda hótanir í gegnum samfélagsmiðla og reyna að ná sambandi við fjölskylduna með ýmsum hætti. Í einum lið málsins kemur fram að hann hafi mætt fyrir utan heimili brotaþola og öskrað eftir henni, skömmu eftir að hafa fyrr sama dag sent hótanir um að hún hefði „klukkustund til að taka efni niður af samfélagsmiðlum annars ætli hann að láta til skarar skríða, taka stóra ákvörðun og hann hafi engu að tapa,“ eins og það er orðað í úrskurði héraðsdóms.

Barnaníðsefni í tækjum mannsins

Við leit í bíl mannsins fundust hnífur, klaufhamar, einnota hanskar og strigalímband. Þá komu við rannsókn á rafrænum tækjum í hans eigu fram myndir sem teljast til barnaníðsefnis, auk grófs kláms.

Verjandi mannsins mótmælti kröfu lögreglu og benti á að hann hefði ekki brotið gegn nálgunarbanni meðan hann væri í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að hafa aðgang að síma og neti. Þá neitar maðurinn sök og segir ásakanirnar koma frá eiginkonu sinni sem hann segist ekki vilja meiða.

Dómurinn hafnaði þó vörnum hans og vísaði meðal annars til úrskurða Landsréttar þar sem fram kom að ætla mætti að maðurinn héldi áfram brotum gengi hann laus. „Þykir því enn verða að leggja til grundvallar [...] að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stigi,“ segir í niðurstöðu dómsins.

„Að mati sóknaraðila eru vægari úrræði fullreynd,“ segir í kröfu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins.

Lögreglan hefur jafnframt lagt fram kröfu um geðrannsókn, sem þegar hefur verið samþykkt af dómstólum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GOR
    Gunnar Oddur Rósarsson skrifaði
    Við erum sjálf okkur nóg með skemmda einstaklinga. Það er óráð að flytja þá inn. Enda innviðir frumstæðir vegna alltumlykjandi "fjármagnsskorts".
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár