Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Bæjarfulltrúi vill afnema lög um jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum

Klausu um að sveit­ar­fé­lag­ið gæti að regl­um um jafn kynja­hlut­fall við skip­un í nefnd­ir er ekki að finna í nýj­asta árs­reikn­ingi Kópa­vogs­bæj­ar en slík klausa hef­ur ver­ið í árs­reikn­ing­um um ára­bil. Minni­hlut­inn gagn­rýn­ir meiri­hlut­ann fyr­ir að brjóta sveit­ar­stjórn­ar­lög og regl­ur um jafnt kynja­hlut­fall í nefnd­um.

Bæjarfulltrúi vill afnema lög um jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum
Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi Mynd: Stjórnarráðið

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs lagði minnihlutinn fram bókun um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar brjóti gegn bæði sveitarstjórnarlögum og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna við skipan í nefndir bæjarins. „Í stað þess að leiðrétta skipanina velur meirihlutinn að fjarlægja þá klausu úr ársreikningi bæjarins þar sem áður kom fram að bæjarfélagið fari að þessum lögum. Sú yfirlýsing hafði árum saman verið hluti af ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi Kópavogs," segir í bókuninni.

Í yfirlýsingu um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2024, sem staðfestur var á fundi bæjarstjórnar í gær, er ekkert að finna um kynjahlutföll í nefndum. Þegar ársreikningur fyrir 2023 er skoðaður er þar hins vegar sérstök klausa þar sem vísað er í að samkvæmt sveitarstjórnarlögum gildi ákveðnar reglur um kynjahlutföll í nefndum. Þá segir: „Sveitarfélagið gætir að þessum reglum við skipan í nefndir.“ Síðan stendur að hvað bæjarstjórnina varðar ráðist samsetningin …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár