Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bæjarfulltrúi vill afnema lög um jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum

Klausu um að sveit­ar­fé­lag­ið gæti að regl­um um jafn kynja­hlut­fall við skip­un í nefnd­ir er ekki að finna í nýj­asta árs­reikn­ingi Kópa­vogs­bæj­ar en slík klausa hef­ur ver­ið í árs­reikn­ing­um um ára­bil. Minni­hlut­inn gagn­rýn­ir meiri­hlut­ann fyr­ir að brjóta sveit­ar­stjórn­ar­lög og regl­ur um jafnt kynja­hlut­fall í nefnd­um.

Bæjarfulltrúi vill afnema lög um jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum
Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi Mynd: Stjórnarráðið

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs lagði minnihlutinn fram bókun um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar brjóti gegn bæði sveitarstjórnarlögum og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna við skipan í nefndir bæjarins. „Í stað þess að leiðrétta skipanina velur meirihlutinn að fjarlægja þá klausu úr ársreikningi bæjarins þar sem áður kom fram að bæjarfélagið fari að þessum lögum. Sú yfirlýsing hafði árum saman verið hluti af ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi Kópavogs," segir í bókuninni.

Í yfirlýsingu um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2024, sem staðfestur var á fundi bæjarstjórnar í gær, er ekkert að finna um kynjahlutföll í nefndum. Þegar ársreikningur fyrir 2023 er skoðaður er þar hins vegar sérstök klausa þar sem vísað er í að samkvæmt sveitarstjórnarlögum gildi ákveðnar reglur um kynjahlutföll í nefndum. Þá segir: „Sveitarfélagið gætir að þessum reglum við skipan í nefndir.“ Síðan stendur að hvað bæjarstjórnina varðar ráðist samsetningin …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár