Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs lagði minnihlutinn fram bókun um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar brjóti gegn bæði sveitarstjórnarlögum og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna við skipan í nefndir bæjarins. „Í stað þess að leiðrétta skipanina velur meirihlutinn að fjarlægja þá klausu úr ársreikningi bæjarins þar sem áður kom fram að bæjarfélagið fari að þessum lögum. Sú yfirlýsing hafði árum saman verið hluti af ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi Kópavogs," segir í bókuninni.
Í yfirlýsingu um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2024, sem staðfestur var á fundi bæjarstjórnar í gær, er ekkert að finna um kynjahlutföll í nefndum. Þegar ársreikningur fyrir 2023 er skoðaður er þar hins vegar sérstök klausa þar sem vísað er í að samkvæmt sveitarstjórnarlögum gildi ákveðnar reglur um kynjahlutföll í nefndum. Þá segir: „Sveitarfélagið gætir að þessum reglum við skipan í nefndir.“ Síðan stendur að hvað bæjarstjórnina varðar ráðist samsetningin …
Athugasemdir