Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Hver dagur segir sína sögu“

Mohamed Qanoo, fram­hald­skóla­kenn­ari á Norð­ur-Gaza, lýs­ir þeim hremm­ing­um sem hann og fjöl­skylda hans ganga nú í gegn­um og þeirri óvissu sem rík­ir á svæð­inu.

„Hver dagur segir sína sögu“
Mohamed Qanoo Mynd: Aðsend mynd

Ég ætla að tala aðeins um sjálfan mig, sem einn af tveimur milljónum manna sem búa á Gaza. Ég heiti Mohamed og kona mín heitir Toleen. Við eigum tvo syni, Ahmed og Adam. 

Við áttum fallegt fjölskyldulíf. Ég vann sem kennari og kona mín vann sem röntgentæknir. Við áttum heimili og vorum að búa okkur undir að taka á móti nýja barninu okkar, Adam. 

Lífi okkar var snúið á hvolf. Við vorum flutt frá heimili okkar, sem síðar var algerlega rifið, og bjuggum í tjöldum í Rafah. Við misstum vinnuna og allt sem gat framfleytt okkur.

Sonurinn elst upp á flótta

Stríðið magnaðist svo mikið að konan mín, Toleen, fæddi Adam með keisaraskurði án svæfingar vegna skorts á nauðsynlegum sjúkravörum. Hinn nýfæddi Adam ólst upp á flótta, ítrekað í hættu undir sprengjuárásum.

Eitt sinn var konan mín að gefa Adam brjóst þegar sprengjubrot hæfði handlegg hennar, skar á taugar …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raddir Gaza

Bakar kleinur fyrir bágstadda á Gaza – „Getum öll hjálpað“
ViðtalRaddir Gaza

Bak­ar klein­ur fyr­ir bág­stadda á Gaza – „Get­um öll hjálp­að“

Að horfa upp á stríð get­ur ver­ið yf­ir­þyrm­andi og haft í för með sér mikla van­mátt­ar­kennd. Þrátt fyr­ir það finn­ur fólk leið­ir til að gefa af sér með óvenju­leg­um hætti. Sig­ríð­ur Rósa Sig­urð­ar­dótt­ir er ein þeirra og styð­ur við og styrk­ir fólk á Gaza með því að selja klein­ur. Hún seg­ist forð­ast það að horfa á frétt­ir af ástand­inu og skil­ur ekki hvers vegna ekki sé grip­ið til að­gerða til að stöðva stríð­ið – en hún impr­ar á því að all­ir geti lagt hönd á plóg til að hjálpa.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár