Ég ætla að tala aðeins um sjálfan mig, sem einn af tveimur milljónum manna sem búa á Gaza. Ég heiti Mohamed og kona mín heitir Toleen. Við eigum tvo syni, Ahmed og Adam.
Við áttum fallegt fjölskyldulíf. Ég vann sem kennari og kona mín vann sem röntgentæknir. Við áttum heimili og vorum að búa okkur undir að taka á móti nýja barninu okkar, Adam.
Lífi okkar var snúið á hvolf. Við vorum flutt frá heimili okkar, sem síðar var algerlega rifið, og bjuggum í tjöldum í Rafah. Við misstum vinnuna og allt sem gat framfleytt okkur.
Sonurinn elst upp á flótta
Stríðið magnaðist svo mikið að konan mín, Toleen, fæddi Adam með keisaraskurði án svæfingar vegna skorts á nauðsynlegum sjúkravörum. Hinn nýfæddi Adam ólst upp á flótta, ítrekað í hættu undir sprengjuárásum.
Eitt sinn var konan mín að gefa Adam brjóst þegar sprengjubrot hæfði handlegg hennar, skar á taugar …
Athugasemdir