Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Lárus Björn Svavarsson er fallinn frá

Lár­us Björn, þekkt­ur sem Lalli Johns, ólst upp við fá­tækt og var flutt­ur nauð­ug­ur á Breiða­vík, þar sem hann var beitt­ur of­beldi sem barn. Hann glímdi við fíkni­sjúk­dóm en náði síð­an yf­ir­hönd­inni og lifði alls­gáð­ur í mörg ár.

Lárus Björn Svavarsson er fallinn frá
Nýleg mynd af Lárusi Lárus Björn dvaldi síðustu æviárin á Hrafnistu í Reykjavík. Mynd: Golli

Lárus Björn Svavarsson, sem veitti almenningi einstaka innsýn inn í líf á götum Reykjavíkur, einnig þekktur sem Lalli Johns, féll frá í dag. 

Lárus varð landsþekktur eftir að heimildarmynd um líf hans kom út árið 2001. Síðar sneri hann við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Hann var fæddur 12. september árið 1951. Síðustu æviárin dvaldi Lárus á Hrafnistu í Reykjavík.

Bróðir Lárusar greinir frá andláti hans á Facebook í kvöld.

Lárus hefur greint frá því hvernig hann glímdi við fíkn alla sína ævi eftir erfiða æsku og uppvöxt, bæði á æskuheimili hans og svo í vistun á unglingaheimilinu í Breiðuvík í kjölfarið.

Erfið æska á Breiðuvík

Vistun á barna- og unglingaheimilinu Breiðuvík á Vestfjörðum hafði afdrifarík áhrif á líf Lárusar, eins og hann hefur sjálfur lýst. Þar hafi hann sætt hörðum refsingum, meðal annars verið …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Innilegar samúðarkveðjur ❤️ Hvil í friði 🙏
    0
  • Doddi Gumm skrifaði
    Hvíl í friði.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Innilegar samúðarkveðjur, gagnvart mér var hann heiðarlegur. Kv.Siggi.
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Rósa og fjölskylda innilegar samúðarkveðjur
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu