Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einsemdin verri en hungrið

Syst­ir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarð­vegi, fór í aðra átt, klár­aði fjór­ar há­skóla­gráð­ur, en slapp ekki und­an byrði bernsk­unn­ar. Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir grein­ir frá slæmri með­ferð yf­ir­valda á fá­tæku fólki, þar sem hungr­ið var ekki versta til­finn­ing­in.

Hún var á leið heim frá Miðbæjarskólanum að morgni dags. Þetta var að vori, veðrið var gott og hún gekk í hægðum sínum upp Bjargarstíginn þegar þeirri hugsun laust skyndilega niður að héðan í frá ætti hún sig sjálf. Hún ætlaði aldrei að eignast börn, en ef svo færi þá ætlaði hún allavega ekki að vera vond við þau. Með þá hugsun í farteskinu nálgaðist hún heimili fjölskyldunnar á Bergstaðastræti 23, bleikt hús sem bræður hennar höfðu merkt hinum ýmsu tónlistarmönnum með spreybrúsa, svo mörgum að það var orðið erfitt að sundurgreina krotið á veggnum. Hún átti auðvitað að vera í skólanum, en hún var frelsinu fegin og kippti sér ekkert upp við að hafa verið rekin fyrir óspektir. Ekki frekar en að hún væri eitthvað að velta því fyrir sér að hún hefði ekki baðast í margar vikur, klæddist allt of stórri peysu af bróður sínum og hélt gallabuxunum …

Kjósa
125
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    í Alþýðublaðinu árið 1929 (31. desember) segir til dæmis: „Kofar eins og Bjarnaborg og Pólarnir eru til ævarandi háðungar og glæpsamlegt að dyngja fólki inn í þá. Í siðuðu þjóðfélagi er morðingjum og stórbrotamönnum ekki boðið upp á slíkar vistarverur, hvað þá heiðvirðu fólki og börnum.“ Búið var í Pólunum mun lengur en upphaflega stóð til og voru þeir ekki rifnir fyrr en árið 1965.
    0
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Takk fyrir hugrekkið, takk fyrir kærleikann og takk fyrir að segja frá. Þetta er sagan okkar, þetta hefur verið í dvala skammar á röngum aðilum, gerendur hafa fengið frítt spil á meðan þolendur hafa mátt bera skömmina. Það þarf að taka allt upp á yrirborðið, viðurkenna, bæta fyrir eins og hægt er og breyta síðan með því að þeir sem hafa mátt þola fái virðingu og status aftur <3
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Hér er kerfi sem mylur niður börn! :(
    3
  • Skelfilegt
    2
  • Gudrun Berg skrifaði
    Elsku Rosa min, mikid tekur a ad lesa thetta, er sorgmædd og hryggir mig ad svo illa var komid fram vid faktækt folk, og ad enn seu svipadar adferdir notadar. Finnst thu vera hetja ad komast tho vel fra thessum afstædum, enda mikil og fjølhæf kona. Knusss a thig.
    3
  • Sigurbjörg Eiríksdóttir skrifaði
    Vægast sagt hræðilegt. Vona að hún nái að fá frið í hjarta 💗💗
    1
  • Anna Sigurðardóttir skrifaði
    Ömurlegt líf hjá þessari konu og fjölskyldu hennar. Vonandi...er málum öðruvísi háttað núna...ég segi aftur...vonandi.
    1
  • BE
    Björg Eiríksdóttir skrifaði
    Þú ert frábær penni Ingibjörg Dögg !
    3
  • Sigrún M Vilhjálmsdóttir skrifaði
    Erfið lesning þvílík mannvonska og úræðaleysi😪eru hlutirnir betri í dag....🍀
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kostnaðurinn af fátæktinni

Skildu tvisvar og giftust þrisvar
ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

Skildu tvisvar og gift­ust þrisvar

Eft­ir að hafa al­ist upp í um­hverfi þar sem hún var í sí­fellu fjar­lægð af heim­il­inu vegna fá­tækt­ar og þvælt á milli stofn­ana og fóst­ur­heim­ila hef­ur reynst Rósu Ólaf­ar Ólafíu­dótt­ur erfitt að treysta, hleypa fólki að sér og við­halda nán­um tengsl­um. Það er einn kostn­að­ur­inn af van­ræksl­unni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Stein­grím­ur Berg­mann Gunn­ars­son, þekk­ir það af eig­in raun, en þau hafa þrisvar sinn­um geng­ið í hjóna­band.
Móðir svipt börnunum vegna fátæktar
FréttirKostnaðurinn af fátæktinni

Móð­ir svipt börn­un­um vegna fá­tækt­ar

Ólafía Sig­ur­björns­dótt­ir, móð­ir Rósu, Ólafíu Ólafíu­dótt­ur, var ein­stæð­ing­ur með lít­ið sem ekk­ert bak­land, heilsu­lít­il, í lág­launa­störf­um og á hrak­hól­um, ein með fimm börn og mann sem hélt henni í fjár­hags­leg­um skorð­um. Í stað þess að veita við­eig­andi að­stoð voru börn­in tek­in af henni og send á vistheim­ili, en hún hætti aldrei að berj­ast fyr­ir þeim.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár