Lárus Björn Svavarsson, sem veitti almenningi einstaka innsýn inn í líf á götum Reykjavíkur, einnig þekktur sem Lalli Johns, féll frá í dag.
Lárus varð landsþekktur eftir að heimildarmynd um líf hans kom út árið 2001. Síðar sneri hann við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Hann var fæddur 12. september árið 1951. Síðustu æviárin dvaldi Lárus á Hrafnistu í Reykjavík.
Bróðir Lárusar greinir frá andláti hans á Facebook í kvöld.
Lárus hefur greint frá því hvernig hann glímdi við fíkn alla sína ævi eftir erfiða æsku og uppvöxt, bæði á æskuheimili hans og svo í vistun á unglingaheimilinu í Breiðuvík í kjölfarið.
Erfið æska á Breiðuvík
Vistun á barna- og unglingaheimilinu Breiðuvík á Vestfjörðum hafði afdrifarík áhrif á líf Lárusar, eins og hann hefur sjálfur lýst. Þar hafi hann sætt hörðum refsingum, meðal annars verið …
Athugasemdir (4)