Síðustu vikur hafa myndbönd birst á reikningnum „Ekkert slor“ á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar er fjallað um málefni sjávarútvegsins og ber þar meðal annars á gagnrýni í garð fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Atvinnuvegaráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í vikunni.
Sé smellt á síðu Einskis slors má sjá að það eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem halda reikningnum úti. Þó er vert að taka fram að alla jafna fær fólk á TikTok myndbönd upp á svokallaðri „Fyrir þig síðu“ (For You Page), en ekki á síðum einstakra reikninga. Því blasir ekki við að myndböndin séu framleidd af SFS, nema fólk smelli á reikninginn sjálfan.

Leiðréttir málflutning ráðherra
Í nokkrum myndböndum, sem hafa náð talsverðri dreifingu á síðustu vikum, má sjá unga konu, Birtu Karen Tryggvadóttur, tala um veiðigjöldin og málflutning þeim tengdum. Birta …
Athugasemdir (3)