Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

SFS gagnrýna hækkun veiðigjalda á TikTok

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi halda úti TikT­ok-reikn­ingn­um Ekk­ert slor þar sem ung­ur hag­fræð­ing­ur seg­ir mál­flutn­ing at­vinnu­vega­ráð­herra um veiði­gjöld rang­an. Fyrr­ver­andi vara­þing­mað­ur Pírata hef­ur gagn­rýnt hag­fræð­ing­inn fyr­ir að gera ekki nógu skýrt grein fyr­ir tengsl­um sín­um við hags­muna­sam­tök­in í mynd­bönd­un­um.

SFS gagnrýna hækkun veiðigjalda á TikTok

Síðustu vikur hafa myndbönd birst á reikningnum „Ekkert slor“ á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar er fjallað um málefni sjávarútvegsins og ber þar meðal annars á gagnrýni í garð fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Atvinnuvegaráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í vikunni.

Sé smellt á síðu Einskis slors má sjá að það eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem halda reikningnum úti. Þó er vert að taka fram að alla jafna fær fólk á TikTok myndbönd upp á svokallaðri „Fyrir þig síðu“ (For You Page), en ekki á síðum einstakra reikninga. Því blasir ekki við að myndböndin séu framleidd af SFS, nema fólk smelli á reikninginn sjálfan.

TikTokÁ prófíl Einskis slors er skýrt tekið fram að reikningurinn sé á vegum SFS.

Leiðréttir málflutning ráðherra

Í nokkrum myndböndum, sem hafa náð talsverðri dreifingu á síðustu vikum, má sjá unga konu, Birtu Karen Tryggvadóttur, tala um veiðigjöldin og málflutning þeim tengdum. Birta …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Í ljósi þess hve kvótahafar hafa auðgast mikið er ljóst að mun stærri hluti hagnaðar hefði átt að koma í hlut ríkisins fyrir löngu.
    Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að hlutur ríkisins sé reiknaður. En með því að skipta arðinum í ákveðnum hlutföllum milli ríkis og kvótahafa hefði það engin áhrif á afkomu fyrirtækjanna eða á þau sveitarfélög þar sem þau eru staðsett.
    Gífurlegur arður til kvótahafa myndi minnka jafnmikið og hlutur ríkisins myndi aukast. Staða fyrirtækjanna væri óbreytt.
    Í áróðursherferð SFS er í blekkingarskyni gefið í skyn að það sé verið að fara norska leið. Norðmenn hafa haft vit á því að láta almenning njóta hagnaðrins af auðlindum sínum og er nærtækt að nefna olíusjóðinn í því sambandi.
    Með Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnum undanfarinna áratuga hafa fáir útvaldir, innlendir sem erlendir, hagnast gífurlega á þessum auðlindum en almenningur fengið lítið fyrir sinn snúð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að ráða hefði Landsvirkjun verið seld fyrir slikk.
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Einu sinni fengum við fermingadrengi til þess að mæla með hlutabréfakaupum og dot.net fyrirtækjum. Þá varð hrun. Svo fengum við bankstera og „fagfjáfesta“ til þess að mæla með hlutabréfakaupum. Þá var hrun, landið hrundi allt. Núna erum við að fá nýútskrifaða, blauta á bak við eyrun, til þess að segja okkur hvernig kerfið er! Eina sem er með víðtæka vanþekkingu.
    3
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hver svo sem skoðun manna er á hækkun veíðgjalds, þá er áróðursherferð SFS illa heppnuð og höfðar lítt til almennings.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þessi útgerðarelíta er þjóðinni til skammar !
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár