Kardínálar munu í dag hefja flutninga í gistiheimili Vatíkansins þar sem þeir dvelja meðan á páfakjörinu stendur. Undirbúningur fyrir þessa sögulegu og leyndardómsfullu atkvæðagreiðslu um val á næsta páfa fer þá að komast á lokastig.
Á morgun, miðvikudag, munu 133 kjörgengir kardínálar hittast í Sixtínsku kapellunni, þar sem kosningin fer fram. Hún gæti tekið klukkustundir, daga — eða jafnvel mánuði. Lengsta páfakjörið í sögunni stóð yfir í 1.006 daga, frá 1268 til 1271.
Gistiheimilið Santa Marta, sem venjulega hýsir kjörgengna kardínála, hefur ekki nægilegt rými fyrir þá alla. Því verður hluti hópsins vistaður í Santa Marta Vecchia, sem að jafnaði er notað af starfsfólki Vatíkansins.
Herbergjum verður úthlutuð með hlutkesti í dag og verða aðgengileg fram að messu á miðvikudagsmorgni sem markar upphaf kjörfundarins.
Þetta verður fjölmennasta og alþjóðlegasta kjörið til þessa, með kardínála frá 70 löndum, úr fimm heimsálfum.
Kjörgengu kardínálarnir, sem allir eru undir 80 ára aldri, …
Athugasemdir