Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Kardínálar streyma í Vatíkanið fyrir páfakjör

Kardí­nál­ar flytja nú inn í Vatíkan­ið fyr­ir leyni­legt páfa­kjör sem hefst mið­viku­dag. Kos­ið verð­ur um eft­ir­mann páfa Frans, með strangri þagn­ar­skyldu og úti­lok­un frá um­heim­in­um.

Kardínálar streyma í Vatíkanið fyrir páfakjör
Leyndardómsfullt Páfakjörið fer fram fyrir luktum dyrum. Kardínálunum er svo bannað að segja nokkuð um það sem kann að ganga á meðan kjörinu stendur, eftir að því er lokið. Mynd: Alberto Pizzoli / AFP

Kardínálar munu í dag hefja flutninga í gistiheimili Vatíkansins þar sem þeir dvelja meðan á páfakjörinu stendur. Undirbúningur fyrir þessa sögulegu og leyndardómsfullu atkvæðagreiðslu um val á næsta páfa fer þá að komast á lokastig.

Á morgun, miðvikudag, munu 133 kjörgengir kardínálar hittast í Sixtínsku kapellunni, þar sem kosningin fer fram. Hún gæti tekið klukkustundir, daga — eða jafnvel mánuði. Lengsta páfakjörið í sögunni stóð yfir í 1.006 daga, frá 1268 til 1271.

Gistiheimilið Santa Marta, sem venjulega hýsir kjörgengna kardínála, hefur ekki nægilegt rými fyrir þá alla. Því verður hluti hópsins vistaður í Santa Marta Vecchia, sem að jafnaði er notað af starfsfólki Vatíkansins.

Herbergjum verður úthlutuð með hlutkesti í dag og verða aðgengileg fram að messu á miðvikudagsmorgni sem markar upphaf kjörfundarins.

Þetta verður fjölmennasta og alþjóðlegasta kjörið til þessa, með kardínála frá 70 löndum, úr fimm heimsálfum.

Kjörgengu kardínálarnir, sem allir eru undir 80 ára aldri, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár