Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Dómari handtekinn fyrir að vernda ólöglegan innflytjanda

FBI hand­tók dóm­ara í Wiscons­in sem sak­að­ur er um að hafa hindr­að hand­töku ólög­legs inn­flytj­anda. Mál­ið magn­ar átök milli Trump-stjórn­ar­inn­ar og dóm­stóla um harð­ar að­gerð­ir gegn inn­flytj­end­um.

Dómari handtekinn fyrir að vernda ólöglegan innflytjanda
Magnar átök Ríkisstjórn Donalds Trump hefur gagnrýnt dómstóla harðlega og sakað þá um að standa í vegi fyrir stefnu hans í innflytjendamálum. Mynd: AFP

Alríkislögregla Bandaríkjanna FBI handtók í dag dómara í Wisconsin, sem er sakaður um að hafa vísvitandi hindrað handtöku ólöglegs innflytjanda. Málið hefur aukið spennu á milli dómstóla og stjórnar Donalds Trump forseta vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum.

Samkvæmt Kash Patel, forstjóra FBI og fyrrverandi ráðgjafa Trump, reyndi dómarinn Hannah Dugan að beina alríkisfulltrúum frá innflytjanda sem þeir ætluðu að handtaka í dómshúsinu þar sem hún starfar í Milwaukee-sýslu. Dugan var handtekin fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

„Sem betur fer tókst fulltrúum okkar að ná manninum eftir stutta eftirför og hann hefur verið í haldi síðan. Hins vegar skapaði athæfi dómarans aukna hættu fyrir almenning,“ sagði Patel í færslu á samfélagsmiðlinum X. Patel eyddi færslunni skömmu síðar, en birti hana aftur.

Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti stuðningi við aðgerðir FBI og sagði í yfirlýsingu: „Enginn er hafinn yfir lög.“

Smyglaði ákærðum út bakdyramegin

Í ákæruskjölum segir að atvikið hafi átt …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár