Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún tilkynnti það í færslu í umræðuhópi flokksins á Facebook – Rauða þræðinum – þar sem hún segir ástæðuna svívirðingar einnar af forystukonum flokksins í sinn garð.

Með færslunni birtir hún mynd af athugasemd Maríu Pétursdóttur, sem nýverið lét af störfum sem formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, við pistil sem Sólveig skrifaði inn á Rauða þráðinn í vikunni um hatursorðræðu woke-ista. Í athugasemdinni sagði María að Sólveig Anna talaði „beint inn í öfga hægrið og fasismann“.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, furðar sig í athugasemdum við tilkynninguna á skilgreiningu Sólveigar Önnu á forystusveit. „Það eru 126 manns á listum flokksins fyrir kosningar, meðal annars þú,“ skrifar hann.
„Gunnar Smári Egilsson þú gleymdir að tagga Maríu - þessu er væntanlega …
Athugasemdir (2)