Sólveig Anna hætt í Sósíalistaflokknum

Verka­lýðs­leið­tog­inn Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir hef­ur sagt sig úr Sósí­al­ista­flokki Ís­lands. Það ger­ir hún vegna gagn­rýni Maríu Pét­urs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­manns mál­efna­stjórn­ar flokks­ins.

Sólveig Anna hætt í Sósíalistaflokknum
Farin Sólveig Anna hefur átt sæti á framboðslistum Sósíalistaflokksins. Nú er hún hætti og farin úr flokknum. Mynd: Bára Huld Beck

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún tilkynnti það í færslu í umræðuhópi flokksins á Facebook – Rauða þræðinum – þar sem hún segir ástæðuna svívirðingar einnar af forystukonum flokksins í sinn garð.

GagnrýninMaría hefur verið gagnrýnin á orðræðu Sólveigar Önnu um „woke“ og sagt hana tala „beint inn í öfga hægrið“.

Með færslunni birtir hún mynd af athugasemd Maríu Pétursdóttur, sem nýverið lét af störfum sem formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, við pistil sem Sólveig skrifaði inn á Rauða þráðinn í vikunni um hatursorðræðu woke-ista. Í athugasemdinni sagði María að Sólveig Anna talaði „beint inn í öfga hægrið og fasismann“. 

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, furðar sig í athugasemdum við tilkynninguna á skilgreiningu Sólveigar Önnu á forystusveit. „Það eru 126 manns á listum flokksins fyrir kosningar, meðal annars þú,“ skrifar hann.

„Gunnar Smári Egilsson þú gleymdir að tagga Maríu - þessu er væntanlega …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur Kristjánsson skrifaði
    Synd að Sólveig Anna hafi sagt sig úr flokknum, hugmyndir hennar og drifkraftur hefðu einmitt orðið flokknum til framdrráttar.
    Ég er innilega sammála Sólveigu Önnu um að woke og femínismi hefur ekkert með, báráttuna um bætt kjör og félagslega stöðu þeirra, sem minna mega sín, að gera. Árangur slíkrar baráttu byggist á öflugri verkalýðsbaráttu og pólitískri baráttu fyrir betri félagslegri stöðu, eins og t.d. barnabótum, húsnæðisbótum, fleiri leikskólum, fleiri hjúkrunarheimilum, hlutfallslegri lægri sköttum o.s. frv. Í þessari baráttu skiptir engu hvort fólkið, sem barist er fyrir, sé svart, rautt, gult eða bleikt, eða hvort um konur eða karla sé að ræða.
    Ef sósíalistaflokkurinn er að hrynja vegna fólksflótta verður að stofna nýjan flokk á rústum hins gamla, sem gjarnan mætti heita Félagshyggjuflokkurinn. Vonandi temur það fólk, sem styrir slíkum flokki, búið læra betri mannasiði.
    4
    • Bjarni Þorsteinsson skrifaði
      Það er ömurlegt ef þau 12% kjósenda sem kusu vinstri flokkana í síðustu kosningum og komu engum manni/konu á þing klofni meira og meira í stað þess að reyna að sameinast um brýn félagsleg málefni sem er æpandi þörf á að verði sinnt. Reynið að hefja ykkur yfir innbyrðis deilur, talið við vg og pírata og vinnið að því að móta sterkt afl sem ekki verður hægt að horfa framhjá.
      2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Gunnar var með puttana í framboðs málunum 20 21 hef það eftir mun áreiðanlegri heimildum en hann er svo sagði hann Sönnu sendlinum sínum að setja sig í oddvita í sætið RN.
    -3
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Það er ekkert minnst á orðbragðið hjá Maríu Pétursdóttir. Finnst ykkur þetta ī lagi?? Að upphefja sig svona á annara kostnað, talandi um að Sólveig sem með fasisma.hvað kallast svona árásir, að gefa í skyn að Sólveig og hennar fólk sé rétt svo læst og ŏmenntað, að gera lítið ůr hennar persónu, má hùn ekki hafa sínar skoðanir? og fleira ógeðfellt sem ég ætla ekki einu sinni að láta frá mér. Hvers konar pólitík er þetta,? ég verð að viðurkenna að ég bara fékk smá sjokk, og ég veit ekki lengur hvort ég vilji vera áskrifandi lengur. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum, svona ofbeldi ætti ekki að líðast hjá ykkar flokk, sem ég er hér með hætt við að ganga í.
    8
    • Birna Gunnarsdottir skrifaði
      Já, þetta verður mjög tómleg frásögn án tilvitnana í Maríu. "Þú ert svo vandræðalega stolt yfir því að kunna að lesa þrátt fyrir að vera óskólamenntuð“ er t.d. úrvalsdæmi um eitraða minnimáttarkennd. Og viðeigandi að á degi bókarinnar sé menntakona að amast við því að önnur kona vitni í bækur, það er svo agalegt þegar þau sem gengu í óskólana halda að þau geti bara vaðið í bækur og aflað sér þekkingar eftirlitslaust.
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár