Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún tilkynnti það í færslu í umræðuhópi flokksins á Facebook – Rauða þræðinum – þar sem hún segir ástæðuna svívirðingar einnar af forystukonum flokksins í sinn garð.

Með færslunni birtir hún mynd af athugasemd Maríu Pétursdóttur, sem nýverið lét af störfum sem formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, við pistil sem Sólveig skrifaði inn á Rauða þráðinn í vikunni um hatursorðræðu woke-ista. Í athugasemdinni sagði María að Sólveig Anna talaði „beint inn í öfga hægrið og fasismann“.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, furðar sig í athugasemdum við tilkynninguna á skilgreiningu Sólveigar Önnu á forystusveit. „Það eru 126 manns á listum flokksins fyrir kosningar, meðal annars þú,“ skrifar hann.
„Gunnar Smári Egilsson þú gleymdir að tagga Maríu - þessu er væntanlega …
Ég er innilega sammála Sólveigu Önnu um að woke og femínismi hefur ekkert með, báráttuna um bætt kjör og félagslega stöðu þeirra, sem minna mega sín, að gera. Árangur slíkrar baráttu byggist á öflugri verkalýðsbaráttu og pólitískri baráttu fyrir betri félagslegri stöðu, eins og t.d. barnabótum, húsnæðisbótum, fleiri leikskólum, fleiri hjúkrunarheimilum, hlutfallslegri lægri sköttum o.s. frv. Í þessari baráttu skiptir engu hvort fólkið, sem barist er fyrir, sé svart, rautt, gult eða bleikt, eða hvort um konur eða karla sé að ræða.
Ef sósíalistaflokkurinn er að hrynja vegna fólksflótta verður að stofna nýjan flokk á rústum hins gamla, sem gjarnan mætti heita Félagshyggjuflokkurinn. Vonandi temur það fólk, sem styrir slíkum flokki, búið læra betri mannasiði.