Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 16. apríl 2025 — Hvaða hópur ungmenna er þetta? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 16. apríl.

Spurningaþraut Illuga 16. apríl 2025 — Hvaða hópur ungmenna er þetta? og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvað kallast þessi ungmennahópur?
Seinni myndaspurning:Hvað nefnist þetta dýr á íslensku?
  1. Árið 2022 var fyrirtæki eitt selt fyrir 44 milljarða Bandaríkjadollara en er nú talið „aðeins“ 9 milljarða dollara virði. Hvaða fyrirtæki er það?
  2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Ófærð?
  3. Hver var síðasti keisari Rómaveldis sem réði einn yfir óskiptu ríkinu?
  4. Han Kang fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum síðastliðið haust. Frá hvaða landi er hún?
  5. Ein bók eftir Han Kang hefur komið út á íslensku. Hvað heitir hún, Fiskætan – Grænmetisætan – Kjötætan – Mannætan – eða Súkkulaðiætan?
  6. Hvaða landi tilheyrir eyjan Java?
  7. Hvaða fyrirbæri er kallað „aurora australis“ á alþjóðlegum málum?
  8. Númer hvað er Karl Bretakóngur?
  9. En númer hvað verður Vilhjálmur sonur hans þegar hann tekur (væntanlega) við konungdómi?
  10. Vilhjálmur þessi er með BA-gráðu í hvaða námsgrein?
  11. Hvað heitir hús Línu Langsokks?
  12. Hvaða ríki er nefnt Allemagne – eða Allir menn  á frönsku?
  13. Hver var endurkjörin formaður Samfylkingar á dögunum?
  14. En hver var fyrsti formaður Samfylkingarinnar (að vísu talað um talsmann þá)?
  15. Hve mörg gegndu starfi formanns Samfylkingar frá fyrsta talsmanninum og til núverandi formanns?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hljómsveitin Geðbrigði, sem vann Músíktilraunir á dögunum. Á seinni myndinni er sauðnaut.
Svör við almennum spurningum:
1.  Twitter eða X.  —  2.  Ilmur Kristjánsdóttir.  —  3.  Þeódósíus.  —  4.  Suður-Kóreu.  —  5.  Grænmetisætan.  —  6.  Indónesíu.  —  7.  Suðurljósin.  —  8.  Þriðji.  —  9.  Fimmti.  —  10.  Landafræði.  —  11.  Sjónarhóll.  —  12.  Þýskaland.  —  13.  Kristrún Frostadóttir.  —  14.  Margrét Frímannsdóttir.  —  15.  Sex.  (Össur, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna, Árni Páll, Oddný Harðar, Logi Einars.) 
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu