Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 11. apríl 2025 - Hver er hinn ungi júdókappi? - og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 11. apríl.

Spurningaþraut Illuga 11. apríl 2025 - Hver er hinn ungi júdókappi? - og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Upp úr 1980 var þessi mynd tekin af tæplega 25 ára júdókappa. Tæpum 20 árum seinna varð hann heimsfrægur, ekki fyrir júdó. Hvað hét hann?
Seinni myndaspurning:Hvar má finna þau lönd sem sjást á kortinu?

  1. Hvað heitir höfuðborgin í Japan?
  2. Í mörg hundruð ár fram á 19. öld var það ekki keisarinn í Japan sem réði mestu, heldur sá sem gegndi öðru embætti, eins konar sambland af yfirhershöfðingja og forsætisráðherra. Hvað nefndist embættið?
  3. Vicuña, guanaco og alpaca eru þrjár dýrategundir sem lifa á svipuðum slóðum, ásamt einni tegund til, sem er raunar langþekktast af þeim frændsystkinum. Hvað nefnist sú tegund?
  4. Hver af þessum rithöfundum fékk EKKI Nóbelsverðlaun í bókmenntum þó öll hafi verið á lífi eftir að verðlaunin voru stofnuð?: Winston Churchill – Selma Lagerlöf – Gabriel García Márquez – Knut Hamsun – Ernst Hemingway – Carl Spitteler – Leo Tolstoj.
  5. Jóhann Jónsson (1896–1932) ljóðskáld og Vilhjálmur Vilhjálmsson (1945–1977), söngvaskáld og tónlistarmaður, urðu báðir mjög skammlífir og söknuðu þeirra margir. Þeir áttu eflaust margt sameiginlegt en eitt sker sig þó úr, sem sé ... hvað?
  6. Í Mið-Asíu eru 5 fyrrum Sovétlýðveldi og enda nöfn þeirra öll á -stan. Þau eru Kasakstan, Tajikistan, Kyrgyzstan, Túrkmenistan og ... hvað heitir það fimmta?
  7. „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af hrúti ...“ og hvað?
  8. Hvaða sögufrægu vélar voru af gerðinni Massey Ferguson?
  9. Hann á íslenskan föður og rússneska móður, fæddist í Neskaupstað en lfutti ungur í Árbæinn og er nú tónlistarmaður. Hvað heitir hann?
  10. Í hvaða landi gerist þriðja serían af The White Lotus?
  11. Hvað heitir Ringo Starr réttu nafni?
  12. Í hvaða borg fæddist Bandaríkjaforsetinn Barack Obama?
  13. Sex ára fluttist Obama í annað land og bjó þar í fimm ár. Hvaða land var það?
  14. Ein frægasta kvikmyndastjarna heims fæddist í sömu borg og Obama, 6 árum síðar, þó hún flytti brátt líka til annars lands. Hvaða kvikmyndastjarna er það?
  15. Margar miðbæjarrottur í Reykjavík grétu þar sárt þegar byggingavöruverslunin Brynja var lögð niður fyrir fáeinum misserum. Einn af ráðherrum í núverandi ríkisstjórn starfaði þar við afgreiðslu í 12 ár, 1981 til 1993. Hver er ráðherrann?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden. Á seinni myndinni eru löndin í Krúnuleikunum, Game of Thrones.
Svör við almennum spurningum:
1.  Tókíó.  —  2.  Sjógun.  —  3.  Llama-dýr.  —  4.  Tolstoj.  —  5.  Báðir ortu Söknuð.  —  6.  Úsbekistan.  —  7.  „... hrygg og gæruskinn.“  —  8.  Traktorar.  —  9.  Daniil.  —  10.  Taílandi.  —  11. Richard Starkey.  —  12.  Honolulu á Havaí.  —  13.  Indónesía.  —  14.  Nicole Kidman.  —   15. Guðmundur Ingi mennta- og barnamálaráðherra.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár