Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 11. apríl 2025 - Hver er hinn ungi júdókappi? - og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 11. apríl.

Spurningaþraut Illuga 11. apríl 2025 - Hver er hinn ungi júdókappi? - og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Upp úr 1980 var þessi mynd tekin af tæplega 25 ára júdókappa. Tæpum 20 árum seinna varð hann heimsfrægur, ekki fyrir júdó. Hvað hét hann?
Seinni myndaspurning:Hvar má finna þau lönd sem sjást á kortinu?

  1. Hvað heitir höfuðborgin í Japan?
  2. Í mörg hundruð ár fram á 19. öld var það ekki keisarinn í Japan sem réði mestu, heldur sá sem gegndi öðru embætti, eins konar sambland af yfirhershöfðingja og forsætisráðherra. Hvað nefndist embættið?
  3. Vicuña, guanaco og alpaca eru þrjár dýrategundir sem lifa á svipuðum slóðum, ásamt einni tegund til, sem er raunar langþekktast af þeim frændsystkinum. Hvað nefnist sú tegund?
  4. Hver af þessum rithöfundum fékk EKKI Nóbelsverðlaun í bókmenntum þó öll hafi verið á lífi eftir að verðlaunin voru stofnuð?: Winston Churchill – Selma Lagerlöf – Gabriel García Márquez – Knut Hamsun – Ernst Hemingway – Carl Spitteler – Leo Tolstoj.
  5. Jóhann Jónsson (1896–1932) ljóðskáld og Vilhjálmur Vilhjálmsson (1945–1977), söngvaskáld og tónlistarmaður, urðu báðir mjög skammlífir og söknuðu þeirra margir. Þeir áttu eflaust margt sameiginlegt en eitt sker sig þó úr, sem sé ... hvað?
  6. Í Mið-Asíu eru 5 fyrrum Sovétlýðveldi og enda nöfn þeirra öll á -stan. Þau eru Kasakstan, Tajikistan, Kyrgyzstan, Túrkmenistan og ... hvað heitir það fimmta?
  7. „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af hrúti ...“ og hvað?
  8. Hvaða sögufrægu vélar voru af gerðinni Massey Ferguson?
  9. Hann á íslenskan föður og rússneska móður, fæddist í Neskaupstað en lfutti ungur í Árbæinn og er nú tónlistarmaður. Hvað heitir hann?
  10. Í hvaða landi gerist þriðja serían af The White Lotus?
  11. Hvað heitir Ringo Starr réttu nafni?
  12. Í hvaða borg fæddist Bandaríkjaforsetinn Barack Obama?
  13. Sex ára fluttist Obama í annað land og bjó þar í fimm ár. Hvaða land var það?
  14. Ein frægasta kvikmyndastjarna heims fæddist í sömu borg og Obama, 6 árum síðar, þó hún flytti brátt líka til annars lands. Hvaða kvikmyndastjarna er það?
  15. Margar miðbæjarrottur í Reykjavík grétu þar sárt þegar byggingavöruverslunin Brynja var lögð niður fyrir fáeinum misserum. Einn af ráðherrum í núverandi ríkisstjórn starfaði þar við afgreiðslu í 12 ár, 1981 til 1993. Hver er ráðherrann?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden. Á seinni myndinni eru löndin í Krúnuleikunum, Game of Thrones.
Svör við almennum spurningum:
1.  Tókíó.  —  2.  Sjógun.  —  3.  Llama-dýr.  —  4.  Tolstoj.  —  5.  Báðir ortu Söknuð.  —  6.  Úsbekistan.  —  7.  „... hrygg og gæruskinn.“  —  8.  Traktorar.  —  9.  Daniil.  —  10.  Taílandi.  —  11. Richard Starkey.  —  12.  Honolulu á Havaí.  —  13.  Indónesía.  —  14.  Nicole Kidman.  —   15. Guðmundur Ingi mennta- og barnamálaráðherra.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár