Í skriflegu svari Orkuveitunnar til Heimildarinnar segir að bókfært virði Carbfix hafi verið fært niður í núll, þar sem eigið fé Carbfix hafi verið neikvætt um áramót. „Þetta þýðir hins vegar ekki að félagið sé gjaldþrota eða án verðmætis,“ segir í svarinu. Þar er rakið að reikningsskilin byggi á afskrifuðu kostnaðarverði en ekki gangvirðismati og taki ekki mið af markaðsvirði né framtíðarverðmætasköpun. „Orkuveitan er sannfærð um að raunveruleg verðmætasköpun félagsins muni koma fram með tímanum.“
Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að Carbfix starfi á nýjum og óþroskuðum markaði. Uppbygging fyrirtækisins krefjist þolinmæði og langtímasýnar. Félagið njóti áframhaldandi stuðnings í gegnum lánalínu frá Orkuveitunni, sem tryggi Carbfix nægilegt lausafé til rekstrar á meðan unnið sé að næstu skrefum í þróun og fjármögnun.
„Þegar horft er á stöðu Carbfix í samhengi við samstæðu Orkuveitunnar er ljóst að virði þess sem félagið hefur þegar skapað – hvort …
Með hreinsun og niðurdælingu náðist að hreinsa brennisteinsvetni úr andrúmsloftinu í Reykjavík. Kolefnisbindingin var svo bónus.
Mér finnst þessi umfjöllun Heimildarinnar leiðindatuð sem á engan rétt á sér.