Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Carbfix einskis virði í bókum Orkuveitunnar

Car­bfix virð­ist standa frammi fyr­ir tals­verð­um fjár­hags­vanda; dótt­ur­fé­lag­ið er met­ið verð­laust og tap hef­ur marg­fald­ast. Fé­lag­ið er háð fjár­stuðn­ingi Orku­veit­unn­ar, sem hef­ur þeg­ar lán­að millj­arða. ESB-styrk­ur og fram­tíðaráform eru í óvissu.

Carbfix einskis virði í bókum Orkuveitunnar
Carbfix hf er núll virði samkvæmt ársreikningi móðurfélagsins. Mynd: Carbfix

Carbfix ehf., félagið sem hefur þróað og unnið að niðurdælingu koldíoxíðs, er metið verðlaust í ársreikningi opinbera hlutafélagsins Carbfix, eignarhaldsfélagsins utan um reksturinn. Það er að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Inn í þessu neti fyrirtækja er einnig Coda Terminal, en undir þeirra merkjum hugðist Carbfix opna niðurdælingarstöðu kolefna í Straumsvík í Hafnarfirði – og víðar.

Í sama ársreikningi kemur fram að eigið fé Carbfix ohf. er neikvætt um rúman hálfan milljarð. Almennt bendir slíkt til að félagið sé ógjaldfært og standi frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Áframhaldandi rekstur er háður því að eigandinn – Orkuveita Reykjavíkur – styðji fjárhagslega við fyrirtækið.

Tap eignarhaldsfélagsins Carbfix er umtalsvert og jókst það verulega á milli ára. Árið 2023 tapaði Carbfix 171 milljón króna en nam 1,3 milljörðum á síðasta ári. Eykst tapið því um 660 prósent á milli ára. Eignarhaldsfélagið hefur dregið rúma fjóra og hálfan milljarð á lánalínu Orkuveitunnar og óvíst um …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár