„Frelsisdagur“ Trump í dag - gæti hrundið af stað alþjóðlegu viðskiptastríði

Don­ald Trump kynn­ir í dag um­fangs­milkla tolla gegn helstu við­skipta­lönd­um. Hann hef­ur hald­ið því fram að toll­arn­ir muni koma í veg fyr­ir að Banda­rík­in séu „rænd“ og fleyti banda­rísk­um iðn­aði inn í nýtt „gull­ald­ar­skeið“

„Frelsisdagur“ Trump í dag - gæti hrundið af stað alþjóðlegu viðskiptastríði

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnir í dag umfangsmikla nýja tolla sem hann kallar „Frelsisdags“-aðgerð. Hann heldur heiminum enn í óvissu um umfangið fram á síðustu stundu, en óttast er að aðgerðirnar gætu hrundið af stað alþjóðlegu viðskiptastríði. Trump hefur haldið því fram að tollarnir muni koma í veg fyrir að Bandaríkin séu „rænd“ og fleyta bandarískum iðnaði inn í nýtt „gullaldarskeið“.

Forsetinn kynnir aðgerðirnar í Hvíta húsinu klukkan 16 að staðartíma - eftir að markaðir á Wall Street loka - eða klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma. Þótt Trump fullyrði að hann hafi tekið ákvörðun um gagnkvæma tolla á lönd sem hafi skaðað Bandaríkin, viðurkennir Hvíta húsið að hann sé enn að klára útfærslur, minna en sólarhring fyrir kynningu, að því er AFP greinir frá.

Repúblikaninn og milljarðamæringurinn hefur lengi haft sterkar skoðanir á tollum og telur þá lausn á viðskiptahalla Bandaríkjanna, hvort sem um er að ræða bandamenn eða andstæðinga.

Gagnrýnendur segja hins vegar að bandarískir neytendur muni bera meginþungann þegar innflytjendur á vörum hækka verð, og að tollarnir gætu aukið líkur á efnahagslægð bæði innan Bandaríkjanna og utan.

Órói hefur verið á alþjóðlegum mörkuðum í aðdraganda þessa, en lönd sem líkleg eru til að verða fyrir högginu hafa kallað eftir viðræðum, á meðan þau undirbúa gagnaðgerðir.

Sagðist ætla að vera ljúfur

Aðgerðin undirstrikar einnig vaxandi gjá milli Bandaríkjanna undir stjórn Trump og margra nánustu bandamanna þeirra – ekki aðeins í viðskiptum, heldur líka í öryggis- og varnarmálum. Trump heldur spilunum enn þétt að sér. Hann hefur hins vegar talað um aðgerðirnar í nokkrar vikur og gaf upphaflega í skyn að tollarnir myndu einfaldlega samsvara þeim sem aðrar þjóðir leggja á.

Á mánudag sagði hann einungis að hann ætlaði að vera „mjög ljúfur“ án þess að skýra það frekar. Bandarískir miðlar greindu hins vegar frá því að Trump væri að velta fyrir sér 20% tollum sem gilti fyrir öll lönd en einnig að skoða þriðja kost þar sem sum ríki fengju sérmeðferð.

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að í gær að Trump væri á ráðgjafarfundi, daginn fyrir tilkynninguna, til að „fullkomna hana svo þetta verði fullkominn samningur“. Tollarnir munu taka gildi „strax“ eftir kynninguna í dag, bætti hún við – og útilokar þar með frekari viðræður við önnur ríki áður en aðgerðir taka gildi.

Trump hefur áður dregið til baka tollaaðgerðir á síðustu stundu, einkum gagnvart bandalagsríkjum eins og Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir það valda áform hans vaxandi ótta um víðtækt viðskiptastríð sem gæti hækkað verð og valdið röskunum á mörkuðum um allan heim.

ESB og Kanada munu svara fyrir sig

Evrópusambandið og Kanada eru meðal þeirra sem hafa lýst því yfir að þau muni svara fyrir sig. „Við munum bregðast af yfirvegun, til að verja hagsmuni Kanada,“ sagði kanadíski forsætisráðherrann Mark Carney í gær.

Evrópusambandið - sem Trump hefur sakað um að reyna að „fokka“ í Bandaríkjunum - gaf út á þriðjudag að enn væri vonast eftir samkomulagi.  Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við Trump um „árangursríkar viðræður“ um fríverslunarsamning við Bandaríkin. Víetnam tilkynnti í gær að þar yrðu tollar lækkaðir á fjölda vara til að koma til móts við Trump.

Á meðan eru önnur útflutningslönd að mynda bandalög til að bregðast við áformum Washington, þar sem Kína, Japan og Suður-Kórea hafa hraðað viðræðum um fríverslunarsamning. Mexíkó lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir árið 2025 úr 2-3 prósentum niður í 1,5-2,3 prósent, með vísan til spennu við stærsta viðskiptalönd sitt, Bandaríkin.  

Gæti skapað enn meiri óvissu

Þessi mikla óvissa um hvað Trump hyggst gera hefur aukið óróa á fjármálamörkuðum. Hagfræðingateymi HSBC, undir forystu Max Kettner, varaði við því að tilkynningin í dag um tollana myndi ekki binda enda á óvissuna

„Við teljum að möguleikarnir séu jafnvel meiri á að 2. apríl markist af enn meiri óvissu – og þar með langvarandi veikleika í helstu hagvísum,“ sögðu þau.

Trump hefur notað tolla sem vopn í utanríkisstefnu allt frá sínu fyrra forsetatímabili. Hann fullyrðir að tollarnir muni endurvekja veikburða framleiðslugetu Bandaríkjanna og segir fyrirtækjum að þau geti forðast tolla með því að flytja starfsemi sína til Bandaríkjanna.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Íhugaðu að lesa um Smoot-Hawley tollalögin frá 1930 (https://en.wikipedia.org/wiki/Smoot-Hawley): Í heildina vil ég frekar læra sögu með því að lesa um hana en að lifa hana. Það virðist ekki vera að fara mínar leiðir.
    0
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Þetta tollastríð þarf ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti til dæmis verið gott fyrir Jörðina okkar.
    Ef það dregur úr framleiðslu á allskonar vörum eða kemur í veg fyrir aukningu á þeim þá gæti það jafnframt dregið úr framleiðslu á allskonar óþarfa sem endar annars á ruslahaugum heimsins.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár