„Ég fékk sms í morgun, síðan fóru lúðrarnir af stað,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem var í bænum þegar þar var rýmt í morgun eftir að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Eftir að viðvörunarlúðrarnir hljómuðu gengu viðbragðsaðilar í hús til að tryggja að allir vissu af rýmingunni.
„Það kom slökkviliðsmaður úr slökkviliði Grindavíkur og mér fannst ótrúlega notalegt að það kom einhver sem ég þekkti. Ég upplifði þetta ekki sem neinn æsing en við fundum sterkt fyrir jarðskjálftunum. Það hreyfði við manni. Það var mjög stutt á milli skjálftanna,“ segir hún.
Veðurstofan greindi frá þvi á áttunda tímanum í morgun að engin kvika væri komin upp á yfirborðið en miðað við þau merki sem sáust á mælum var talið líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið. Tilkynning um gosið barst síðan klukkan 9.44. Skömmu síðar opnaðist gossprunga sunnan við varnargarðinn og var Grindavík því ekki lengur í vari af …
Athugasemdir