„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir fékk sms í morg­un um rým­ingu Grind­vík­ur­bæj­ar og síð­an fóru við­vör­un­ar­lúðr­arn­ir af stað. „Grinda­vík er ekki bara stað­ur, þetta er sam­fé­lag,“ seg­ir hún.

„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“
Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, var í bænum í morgun og fannst rýmingin ganga vel fyrir sig.

„Ég fékk sms í morgun, síðan fóru lúðrarnir af stað,“ segir Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, sem var í bænum þegar þar var rýmt í morgun eftir að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Eftir að viðvörunarlúðrarnir hljómuðu gengu viðbragðsaðilar í hús til að tryggja að allir vissu af rýmingunni.

„Það kom slökkviliðsmaður úr slökkviliði Grindavíkur og mér fannst ótrúlega notalegt að það kom einhver sem ég þekkti. Ég upplifði þetta ekki sem neinn æsing en við fundum sterkt fyrir jarðskjálftunum. Það hreyfði við manni. Það var mjög stutt á milli skjálftanna,“ segir hún. 

Veðurstofan greindi frá þvi á áttunda tímanum í morgun að engin kvika væri komin upp á yfirborðið en miðað við þau merki sem sáust á mælum var talið líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið. Tilkynning um gosið barst síðan klukkan 9.44. Skömmu síðar opnaðist gossprunga sunnan við varnargarðinn og var Grindavík því ekki lengur í vari af …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár