„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir fékk sms í morg­un um rým­ingu Grind­vík­ur­bæj­ar og síð­an fóru við­vör­un­ar­lúðr­arn­ir af stað. „Grinda­vík er ekki bara stað­ur, þetta er sam­fé­lag,“ seg­ir hún.

„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“
Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, var í bænum í morgun og fannst rýmingin ganga vel fyrir sig.

„Ég fékk sms í morgun, síðan fóru lúðrarnir af stað,“ segir Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, sem var í bænum þegar þar var rýmt í morgun eftir að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Eftir að viðvörunarlúðrarnir hljómuðu gengu viðbragðsaðilar í hús til að tryggja að allir vissu af rýmingunni.

„Það kom slökkviliðsmaður úr slökkviliði Grindavíkur og mér fannst ótrúlega notalegt að það kom einhver sem ég þekkti. Ég upplifði þetta ekki sem neinn æsing en við fundum sterkt fyrir jarðskjálftunum. Það hreyfði við manni. Það var mjög stutt á milli skjálftanna,“ segir hún. 

Veðurstofan greindi frá þvi á áttunda tímanum í morgun að engin kvika væri komin upp á yfirborðið en miðað við þau merki sem sáust á mælum var talið líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið. Tilkynning um gosið barst síðan klukkan 9.44. Skömmu síðar opnaðist gossprunga sunnan við varnargarðinn og var Grindavík því ekki lengur í vari af …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár