Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir fékk sms í morg­un um rým­ingu Grind­vík­ur­bæj­ar og síð­an fóru við­vör­un­ar­lúðr­arn­ir af stað. „Grinda­vík er ekki bara stað­ur, þetta er sam­fé­lag,“ seg­ir hún.

„Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn af því að tala um þetta“
Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, var í bænum í morgun og fannst rýmingin ganga vel fyrir sig.

„Ég fékk sms í morgun, síðan fóru lúðrarnir af stað,“ segir Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, sem var í bænum þegar þar var rýmt í morgun eftir að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Eftir að viðvörunarlúðrarnir hljómuðu gengu viðbragðsaðilar í hús til að tryggja að allir vissu af rýmingunni.

„Það kom slökkviliðsmaður úr slökkviliði Grindavíkur og mér fannst ótrúlega notalegt að það kom einhver sem ég þekkti. Ég upplifði þetta ekki sem neinn æsing en við fundum sterkt fyrir jarðskjálftunum. Það hreyfði við manni. Það var mjög stutt á milli skjálftanna,“ segir hún. 

Veðurstofan greindi frá þvi á áttunda tímanum í morgun að engin kvika væri komin upp á yfirborðið en miðað við þau merki sem sáust á mælum var talið líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið. Tilkynning um gosið barst síðan klukkan 9.44. Skömmu síðar opnaðist gossprunga sunnan við varnargarðinn og var Grindavík því ekki lengur í vari af …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár