Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að búið sé að rýma Grindavíkurbæ en þó telur hann að það dvelji enn tveir fullorðnir einstaklingar í húsi sínu í bænum. Þeir hafi til þessa neitað að yfirgefa svæðið.
Spurður hvort þeim verði leyft að halda þarna til áfram segir Úlfar að lögreglan hafi ekki farið í það að bera fólk út úr húsum. „Það hefur ekki komið til þess.“
Undir hvaða kringumstæðum myndi vera gripið til slíks?
„Ég held að eins og þetta lýsi sér þá held ég að fólk komi sér bara í burtu ef hætta nálgast ískyggilega,“ segir Úlfar. Hann bætir við að þau hafi ekki miklar áhyggjur af fólkinu í augnablikinu.
Athugasemdir