Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir ástandið mun hættulegra nú þegar hraun er að koma upp fyrir innan varnargarðana. „Það er ekkert til að verja byggðina lengur. Þetta er mjög slæm sviðsmynd sem við erum að sjá,“ segir hún.
Hjördís bendir á að það hafi verið mjög sterk tilmæli til íbúa á svæðinu að yfirgefa það. „Samkvæmt lögreglustjóranum eru einhverjir sem vildu það ekki. Það er lögreglustjóri sem ber ábyrgð á rýmingum, ekki almannavarnir, en okkar tilmæli eru hans tilmæli: Að fólk fari úr bænum. Það sem lögreglustjóri getur gert er að taka fólk með valdi en hann hefur ákveðið að gera það ekki, hingað til,“ segir hún en hefur ekki upplýsingar um fjölda íbúa á svæðinu, eða hvort þeir síðustu séu mögulega farnir.
Starfsmaður frá almannavörnum er meðal þeirra sem eru í þyrlu Landhelgisgæslunni sem er í loftinu …
Athugasemdir