Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Það er ekkert til að verja byggðina lengur“

Hraun flæð­ir nú inn­an varn­ar­garða í Grinda­vík og ógn­ar byggð. Íbú­um hef­ur ver­ið ein­dreg­ið ráðlagt að yf­ir­gefa svæð­ið, en sum­ir neita. Ástand­ið er mjög al­var­legt, seg­ir Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Al­manna­varna. Fylgst er ná­ið með hraun­flæði úr lofti.

„Það er ekkert til að verja byggðina lengur“
Úr lofti Svona leit gosið út úr lofti á ellefta tímanum. Mynd: Golli

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir ástandið mun hættulegra nú þegar hraun er að koma upp fyrir innan varnargarðana. „Það er ekkert til að verja byggðina lengur. Þetta er mjög slæm sviðsmynd sem við erum að sjá,“ segir hún. 

Hjördís bendir á að það hafi verið mjög sterk tilmæli til íbúa á svæðinu að yfirgefa það. „Samkvæmt lögreglustjóranum eru einhverjir sem vildu það ekki. Það er lögreglustjóri sem ber ábyrgð á rýmingum, ekki almannavarnir, en okkar tilmæli eru hans tilmæli: Að fólk fari úr bænum. Það sem lögreglustjóri getur gert er að taka fólk með valdi en hann hefur ákveðið að gera það ekki, hingað til,“ segir hún en hefur ekki upplýsingar um fjölda íbúa á svæðinu, eða hvort þeir síðustu séu mögulega farnir.

Starfsmaður frá almannavörnum er meðal þeirra sem eru í þyrlu Landhelgisgæslunni sem er í loftinu …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár